Tiger Woods hrapar eins og steinn niður heimslistann Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. febrúar 2011 10:00 Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. AP Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga. Englendingarnir Lee Westwood og Luke Donald eru í öðru og þriðja sæti. Norður-Írinn Graeme McDowell er fjórði, Tiger Woods í því fimmta og Phil Mickelson í sjötta. Landi Kaymer, Bernhard Langer, var fyrsti kylfingurinn í sögunni sem fékk efsta sæti heimslistans þegar listinn var settur á laggirnar árið 1986. Aðeins 14 kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans frá árinu 1986 en Woods hefur nánast einokað það sæti undanfarin ár – líkt og Greg Norman gerði á árunum 1986-1998. Eftirtaldir kylfingar hafa náð efsta sætinu og í sviganum er fjöldi þeirra vikna sem þeir sátu í efsta sætinu: Tom Lehman frá Bandaríkjunum fékk ekki langan tíma í þessu sæti árið 1997 en hann var aðeins í eina viku í efsta sætinu: Bernhard Langer (Þýskaland) 1986 (3 vikur) Seve Ballesteros (Spánn) 1986 – 1989 (61 vika) Greg Norman (Ástralía) 1986 – 1998 (331 vikur) Nick Faldo (England)1990 – 1994 (97 vikur) Ian Woosnam (Wales) 1991 – 1992 (50 vikur) Fred Couples (Bandaríkin) 1992 (16 vikur) Nick Price (Zimbabwe) 1994 – 1995 (44 vikur) Tom Lehman (Bandaríkin) 1997 (1 vika) Tiger Woods (Bandaríkin) 1997 – 2010 (623 vikur) Ernie Els (Suður-Afríka) 1997 – 1998 (9 vikur) David Duval (Bandaríkin) 1999 (15 vikur) Vijay Singh (Fijí)2004-2005 ( 32 vikur) Lee Westwood (England) 2010 (17 vikur) Martin Kaymer (Þýskaland) 2011 Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kylfingar frá Evrópu eru í fjórum efstu sætunum á heimslistanum í golfi og það hefur ekki gerst frá 15. mars árið 1992. Tiger Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann á síðustu 12 mánuðum en hann er nú í fimmta sæti. Martin Kaymer frá Þýskalandi er efstur en hann er aðeins annar Þjóðverjinn sem nær þessum áfanga. Englendingarnir Lee Westwood og Luke Donald eru í öðru og þriðja sæti. Norður-Írinn Graeme McDowell er fjórði, Tiger Woods í því fimmta og Phil Mickelson í sjötta. Landi Kaymer, Bernhard Langer, var fyrsti kylfingurinn í sögunni sem fékk efsta sæti heimslistans þegar listinn var settur á laggirnar árið 1986. Aðeins 14 kylfingar hafa náð efsta sæti heimslistans frá árinu 1986 en Woods hefur nánast einokað það sæti undanfarin ár – líkt og Greg Norman gerði á árunum 1986-1998. Eftirtaldir kylfingar hafa náð efsta sætinu og í sviganum er fjöldi þeirra vikna sem þeir sátu í efsta sætinu: Tom Lehman frá Bandaríkjunum fékk ekki langan tíma í þessu sæti árið 1997 en hann var aðeins í eina viku í efsta sætinu: Bernhard Langer (Þýskaland) 1986 (3 vikur) Seve Ballesteros (Spánn) 1986 – 1989 (61 vika) Greg Norman (Ástralía) 1986 – 1998 (331 vikur) Nick Faldo (England)1990 – 1994 (97 vikur) Ian Woosnam (Wales) 1991 – 1992 (50 vikur) Fred Couples (Bandaríkin) 1992 (16 vikur) Nick Price (Zimbabwe) 1994 – 1995 (44 vikur) Tom Lehman (Bandaríkin) 1997 (1 vika) Tiger Woods (Bandaríkin) 1997 – 2010 (623 vikur) Ernie Els (Suður-Afríka) 1997 – 1998 (9 vikur) David Duval (Bandaríkin) 1999 (15 vikur) Vijay Singh (Fijí)2004-2005 ( 32 vikur) Lee Westwood (England) 2010 (17 vikur) Martin Kaymer (Þýskaland) 2011
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira