Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 28. febrúar 2011 09:00 Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. AP Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Þetta er fyrsti sigur Donald í Bandaríkjunum frá árinu 2006 en margir voru farnir að efast um að hann gæti blandað sér í baráttuna um efstu sæti heimslistans. Donald byrjaði gríðarlega vel gegn Kaymer í úrslitaleiknum sem fór fram við undarlegar aðstæður í eyðimörkinni í Arizona þar sem að haglél og kaldir vindar voru í aðalhlutverki að þessu sinni. Kaymer náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum með árangri sínum en hann velti Lee Westwood úr efsta sætinu. Donald sýndi styrk sinn á þessu móti en hann lék m.a. aldrei 18 brautina á keppnisvellinum þar sem hann var ávallt búinn að sigra mótherja sína áður. Donald er nú í þriðja sæti heimslistans og Tiger Woods er í því fimmta en hann féll úr keppni í strax í fyrstu umferð. Norður-Írinn Graeme McDowell er í því fjórða. Eins og áður segir hafði Donald ekki sigrað á golfmóti frá árinu 2006 en hinn 33 ára gamli Donald hafði aldrei sigrað áður á heimsmótaröðinni. Heimsmótið í holukeppni fór fram í 13. sinn en úrslitaleikurinn var aðeins 18 holur en úrslitaleikirnir hafa ávallt verið 36 holur. Veðrið setti keppnishaldið úr skorðum og voru kylfingarnir vel klæddir í vetrarveðrinu. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Luke Donald sigraði á heimsmótinu í holukeppni sem lauk í gær í Arizona í Bandaríkjunum en enski kylfingurinn hafði betur gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer í úrslitaleiknum 3/2. Fyrir sigurinn fékk Donald um 160 milljónir kr. í verðlaunafé. Þetta er fyrsti sigur Donald í Bandaríkjunum frá árinu 2006 en margir voru farnir að efast um að hann gæti blandað sér í baráttuna um efstu sæti heimslistans. Donald byrjaði gríðarlega vel gegn Kaymer í úrslitaleiknum sem fór fram við undarlegar aðstæður í eyðimörkinni í Arizona þar sem að haglél og kaldir vindar voru í aðalhlutverki að þessu sinni. Kaymer náði efsta sæti heimslistans í fyrsta sinn á ferlinum með árangri sínum en hann velti Lee Westwood úr efsta sætinu. Donald sýndi styrk sinn á þessu móti en hann lék m.a. aldrei 18 brautina á keppnisvellinum þar sem hann var ávallt búinn að sigra mótherja sína áður. Donald er nú í þriðja sæti heimslistans og Tiger Woods er í því fimmta en hann féll úr keppni í strax í fyrstu umferð. Norður-Írinn Graeme McDowell er í því fjórða. Eins og áður segir hafði Donald ekki sigrað á golfmóti frá árinu 2006 en hinn 33 ára gamli Donald hafði aldrei sigrað áður á heimsmótaröðinni. Heimsmótið í holukeppni fór fram í 13. sinn en úrslitaleikurinn var aðeins 18 holur en úrslitaleikirnir hafa ávallt verið 36 holur. Veðrið setti keppnishaldið úr skorðum og voru kylfingarnir vel klæddir í vetrarveðrinu.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira