Loftlausa fólkið Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 10. mars 2011 06:00 Við tölvuskjá um morgun situr svefndrukkin manneskja með bauga undir augum, axlirnar stífar, andlitið fölt. Morgunþreytan liggur eins og mara yfir skrifstofunni, syfjaður starfsmaður teygir sig skjálfhentur í kaffibolla. Enn er dimmt úti, ætlar aldrei að birta? Á sama tíma, í sömu götu, er leikskólabörnum skutlað út í snjóinn. Dúðuð upp fyrir haus fljúga börnin eitt af öðru út um dyrnar – minnstu krakkarnir lappastuttir, flísklæddir dvergar sem velta hnöttóttir áfram. Út með ykkur kæru börn, það er svo hollt að viðra sig! Í nálægum grunnskóla hópast glaðleg börn með rauðar kinnar inn úr snjónum. Fólkið á skrifstofunni vinnur innivinnu eins og flestir fullorðinna á Íslandi. Fer ekki út allan liðlangan daginn og fær sér einungis meira kaffi þegar þokumóðan þéttist. Börnin eru á hinn bóginn skikkuð út í ferska loftið nokkrum sinnum yfir sinn vinnudag. Enda alkunna að annars slokknar hreinlega á þeim. Svo eru foreldrarnir hissa á því að þeir sjálfir séu búnir á því í lok dags, morknir af inniverunni? Þetta er rugl. Börnin hafa auk þess þegar súrefnisforskot á þá sem eldri eru – þau eru mun líklegri til að ganga og hjóla í skólann en foreldrarnir í sína vinnu. Í þau fáu skipti sem ég sjálf hef bíl til umráða verð ég vör við merkjanlegan mun á eigin virkni og vellíðan. Þá ek ég í vinnuna „því ég er með bílinn" og sest svo grútsyfjuð niður við tölvuna – ekki enn vöknuð því ég er ekki búin að fá ferska loftið sem ég fæ á hjólinu. Lufsast enn slappari heim í lok dags. Það besta við að hjóla er ekki endilega að spara tugþúsundir í hverjum mánuði heldur að fá blóðið af stað og koma frísk aftur heim úr vinnu. Það tók mig vandræðalega mörg ár að átta mig á beinu samhengi eigin vellíðunar, framleiðslugetu og þess að byrja og enda vinnudaginn á útiveru. Enn lengri tíma tók að átta mig á mikilvægi þess að skjótast út í hádeginu þegar skammdegið er sem mest og líta aðeins framan í daginn. Frænka mín fer iðulega í birtugöngutúra eftir hádegismat, annars er sólin löngu horfin þegar hún snýr aftur heim úr vinnu. Það er engum hollt að sjá aldrei bjartan dag. Önugt fólk í ábyrgðarstöðum á vitanlega að skikka út í ferska loftið eins og litlu krakkana, freista þess að viðra úr því fúllyndin – og auka afköstin. Við gætum byrjað á frímínútum og skipulögðum birtugöngutúrum á Alþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun
Við tölvuskjá um morgun situr svefndrukkin manneskja með bauga undir augum, axlirnar stífar, andlitið fölt. Morgunþreytan liggur eins og mara yfir skrifstofunni, syfjaður starfsmaður teygir sig skjálfhentur í kaffibolla. Enn er dimmt úti, ætlar aldrei að birta? Á sama tíma, í sömu götu, er leikskólabörnum skutlað út í snjóinn. Dúðuð upp fyrir haus fljúga börnin eitt af öðru út um dyrnar – minnstu krakkarnir lappastuttir, flísklæddir dvergar sem velta hnöttóttir áfram. Út með ykkur kæru börn, það er svo hollt að viðra sig! Í nálægum grunnskóla hópast glaðleg börn með rauðar kinnar inn úr snjónum. Fólkið á skrifstofunni vinnur innivinnu eins og flestir fullorðinna á Íslandi. Fer ekki út allan liðlangan daginn og fær sér einungis meira kaffi þegar þokumóðan þéttist. Börnin eru á hinn bóginn skikkuð út í ferska loftið nokkrum sinnum yfir sinn vinnudag. Enda alkunna að annars slokknar hreinlega á þeim. Svo eru foreldrarnir hissa á því að þeir sjálfir séu búnir á því í lok dags, morknir af inniverunni? Þetta er rugl. Börnin hafa auk þess þegar súrefnisforskot á þá sem eldri eru – þau eru mun líklegri til að ganga og hjóla í skólann en foreldrarnir í sína vinnu. Í þau fáu skipti sem ég sjálf hef bíl til umráða verð ég vör við merkjanlegan mun á eigin virkni og vellíðan. Þá ek ég í vinnuna „því ég er með bílinn" og sest svo grútsyfjuð niður við tölvuna – ekki enn vöknuð því ég er ekki búin að fá ferska loftið sem ég fæ á hjólinu. Lufsast enn slappari heim í lok dags. Það besta við að hjóla er ekki endilega að spara tugþúsundir í hverjum mánuði heldur að fá blóðið af stað og koma frísk aftur heim úr vinnu. Það tók mig vandræðalega mörg ár að átta mig á beinu samhengi eigin vellíðunar, framleiðslugetu og þess að byrja og enda vinnudaginn á útiveru. Enn lengri tíma tók að átta mig á mikilvægi þess að skjótast út í hádeginu þegar skammdegið er sem mest og líta aðeins framan í daginn. Frænka mín fer iðulega í birtugöngutúra eftir hádegismat, annars er sólin löngu horfin þegar hún snýr aftur heim úr vinnu. Það er engum hollt að sjá aldrei bjartan dag. Önugt fólk í ábyrgðarstöðum á vitanlega að skikka út í ferska loftið eins og litlu krakkana, freista þess að viðra úr því fúllyndin – og auka afköstin. Við gætum byrjað á frímínútum og skipulögðum birtugöngutúrum á Alþingi.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun