Handbolti

Ásbjörn: Unnum fyrir hvorn annan

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Ásbjörn Friðiksson.
Ásbjörn Friðiksson. Mynd/Daníel
"Við vorum lengi í gang í dag. Þegar það voru 20 mínútur eftir þá small leikurinn saman hjá okkur," sagði Ásbjörn Friðriksson, sigurreifur eftir góðan sigur FH gegn Fram, 28-33 í N1 deildinni í handbolta í dag.

FH var undir lengst af í leiknum en gestirnir náðu sér betur á strik í síðari hálfleik og höfðu að lokum frábæran fimm marka sigur sem færir þá upp í 2. sætið í deildinni þegar skammt er eftir að N1 deildinni.

"Við fórum vel yfir okkar mál í hálfleik og fórum að spila eins og menn í síðari hálfleik. Við unnum fyrir hvorn annan og það þarf að gera það á móti jafnsterku liði og Fram er," sagði Ásbjörn sem skoraði sjö mörk fyrir FH í dag.

"Þetta var mjög mikilvægur sigur í baráttunni um annað sætið sem gefur heimaleikjarétt. Við höfum verið að spila vel að undanförnu og erum að spila mjög góðan handbolta."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×