Skipulagsslysin í bílaborginni Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 4. mars 2011 06:00 Um síðustu helgi neyddist ég til þess að fara tvisvar sinnum sama daginn í Kórahverfi Kópavogsbæjar. Það tók mig tuttugu mínútur frá því að komið var inn í Kópavog að komast á áfangastað. Fjörutíu mínútur fram og til baka og það bara innan Kópavogs, svo var ferðin innan Reykjavíkur eftir. (Og nei, ég var ekki í strætó. Og já, ég var með útprentað kort til að komast leiðar minnar). Þetta þarf fjöldi fólks að gera á hverjum einasta degi. Á þessari löngu leið gafst mér nægur tími til að hugsa um öll skipulagsslysin sem hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og áratugi jafnvel. Þau eru mörg. Kórahverfið er bara eitt af þeim og það var alveg jafn sorglegt að keyra eftir átta akreina Miklubrautinni. Hvers vegna þurfti til dæmis að byggja endalaust mörg ný hverfi á sama tíma, öll við endamörk byggðar? Af hverju þarf endalaust að fletja höfuðborgarsvæðið út í stað þess að þétta það? Ég veit alveg að það vilja ekki allir búa í miðborg, en ég trúi því ekki heldur að margir beinlínis vilji eyða klukkutímum saman í að komast milli vinnu og heimilis. Fólk lætur sig bara hafa það, því annað er ekki í boði. Nú eru um það bil fimmtíu ár síðan þessi þróun hófst fyrir alvöru í Reykjavík, þegar aðalskipulag var samþykkt sem fólst aðallega í því að skilgreina umferð og bíla. Þá var gagnrýnt að ekki væri lögð áhersla á almenningssamgöngur, og bent á að atvinnuhúsnæði skorti í úthverfum. Skipulagssérfræðingar segja að þarna hafi grunnurinn að strjálbýlli borginni okkar, með alla áherslu á einkabíla, verið lagður. Fimmtíu árum síðar er enn verið að tala um sömu hlutina en fátt hefur breyst. Það eina sem stoppaði þróunina var hrunið, en ekki viljinn. Nokkrum dögum eftir Kórahverfis-upplifun mína átti ég svo erindi í Háskólann í Reykjavík, í Vatnsmýrinni. Þá kom aftur upp þessi skipulagsslysahugsun, sem kemur reyndar alltaf á þessum slóðum. Hvers vegna er hér flugvöllur í miðri borg á besta stað á meðan fólkið er við endamörk alls? Ætti þetta ekki einmitt að vera öfugt? Fólkið í Vatnsmýri og flugvöllinn í Baugakór! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Um síðustu helgi neyddist ég til þess að fara tvisvar sinnum sama daginn í Kórahverfi Kópavogsbæjar. Það tók mig tuttugu mínútur frá því að komið var inn í Kópavog að komast á áfangastað. Fjörutíu mínútur fram og til baka og það bara innan Kópavogs, svo var ferðin innan Reykjavíkur eftir. (Og nei, ég var ekki í strætó. Og já, ég var með útprentað kort til að komast leiðar minnar). Þetta þarf fjöldi fólks að gera á hverjum einasta degi. Á þessari löngu leið gafst mér nægur tími til að hugsa um öll skipulagsslysin sem hafa átt sér stað á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár og áratugi jafnvel. Þau eru mörg. Kórahverfið er bara eitt af þeim og það var alveg jafn sorglegt að keyra eftir átta akreina Miklubrautinni. Hvers vegna þurfti til dæmis að byggja endalaust mörg ný hverfi á sama tíma, öll við endamörk byggðar? Af hverju þarf endalaust að fletja höfuðborgarsvæðið út í stað þess að þétta það? Ég veit alveg að það vilja ekki allir búa í miðborg, en ég trúi því ekki heldur að margir beinlínis vilji eyða klukkutímum saman í að komast milli vinnu og heimilis. Fólk lætur sig bara hafa það, því annað er ekki í boði. Nú eru um það bil fimmtíu ár síðan þessi þróun hófst fyrir alvöru í Reykjavík, þegar aðalskipulag var samþykkt sem fólst aðallega í því að skilgreina umferð og bíla. Þá var gagnrýnt að ekki væri lögð áhersla á almenningssamgöngur, og bent á að atvinnuhúsnæði skorti í úthverfum. Skipulagssérfræðingar segja að þarna hafi grunnurinn að strjálbýlli borginni okkar, með alla áherslu á einkabíla, verið lagður. Fimmtíu árum síðar er enn verið að tala um sömu hlutina en fátt hefur breyst. Það eina sem stoppaði þróunina var hrunið, en ekki viljinn. Nokkrum dögum eftir Kórahverfis-upplifun mína átti ég svo erindi í Háskólann í Reykjavík, í Vatnsmýrinni. Þá kom aftur upp þessi skipulagsslysahugsun, sem kemur reyndar alltaf á þessum slóðum. Hvers vegna er hér flugvöllur í miðri borg á besta stað á meðan fólkið er við endamörk alls? Ætti þetta ekki einmitt að vera öfugt? Fólkið í Vatnsmýri og flugvöllinn í Baugakór!
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun