Írak verður ekkert mál, strákar Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 24. mars 2011 06:00 „Hvar er góða lífið sem okkur var lofað?“ sagði konan og leit ringluð á mig, í upplituðu tjaldi í vesturhluta Íraks. „Er þetta það?“ bætti hún við og benti út um tjalddyrnar, á lágreistar flóttamannabúðirnar. Sjálf leit ég ráðvillt á túlkinn minn og krotaði eitthvað í stílabókina. Þetta var sex árum upp á dag eftir að Bush setti Saddam Hussein afarkosti. Færi hann ekki frá Írak innan 48 klukkustunda kæmi til stríðsátaka. Í þessari viku eru átta ár frá því að ráðist var inn. „Við gerum allt sem við getum til að forðast stríð við Írak,“ sagði George W. Bush í aðdraganda stríðsins. Ógnin var máluð upp sem utanaðkomandi og óvænt, sjálfur dró Bush helst upp þá mynd að hann sogaðist þvert gegn eigin vilja í átt að stríðsátökum – sem hann vasklega og einbeittur berðist gegn. En ef algjöra nauðsyn bæri til myndi hann ekki hika og gera innrás! Á sama tíma týndu hann og aðrir ráðamenn til kokkteil af ástæðum fyrir stríði. Og lögðu áherslu á að þetta væri „fyrirbyggjandi árás“. Innrásin í Írak var gerð án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hernaðaraðgerðirnar áttu að taka stuttan tíma, vera einfaldar og ódýrar. En aðgerðum var auðvitað ekki lokið þegar Saddam var frá – þá voru þær einmitt rétt að byrja. Að álykta annað voru fyrstu mistökin í langri röð dýrkeyptra mistaka í Írak. Það gleymdist að hugsa fyrir hernáminu sjálfu, því sem kæmi á eftir falli stjórnarinnar. Afleiðingarnar urðu meðal annars þær að vorið 2003 féllu bandalagsríkin nánast í allar þær gryfjur sem hugveitur, hjálparsamtök og meira að segja menntastofnanir Bandaríkjahers voru búnar að vara við. Skýrslum hafði verið ýtt til hliðar, ráðamenn voru búnir að ákveða að þetta yrði einfalt. Eftir fljótfærnislegar yfirlýsingar um að bandalagsríkin hefðu unnið sigur í Írak hófst tímabil þar sem fjölmargir voru tvístígandi. Þar á eftir tók við vandræðagangur yfir því hvort tala ætti um „borgarastyrjöld“ í Írak eða ekki. Humm og ha, hvað var á seyði? Óhæfuverkunum fjölgaði, árin liðu, líkin urðu fleiri, urðu loks of mörg, urðu að tölum í fréttum sem menn hættu á endanum að nenna að lesa. „Ég hugsa stundum um það hvort fólk viti að við séum hérna,“ sagði flóttakonan við mig í tjaldinu, löngu eftir innrás. Flóttamannabúðirnar voru langt úti í eyðimörk, fjarri byggðu bóli. Konan brosti feimin og bætti síðan hlýlega við: „Ég bið hjartanlega að heilsa fólkinu þínu uppi á Íslandi.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun
„Hvar er góða lífið sem okkur var lofað?“ sagði konan og leit ringluð á mig, í upplituðu tjaldi í vesturhluta Íraks. „Er þetta það?“ bætti hún við og benti út um tjalddyrnar, á lágreistar flóttamannabúðirnar. Sjálf leit ég ráðvillt á túlkinn minn og krotaði eitthvað í stílabókina. Þetta var sex árum upp á dag eftir að Bush setti Saddam Hussein afarkosti. Færi hann ekki frá Írak innan 48 klukkustunda kæmi til stríðsátaka. Í þessari viku eru átta ár frá því að ráðist var inn. „Við gerum allt sem við getum til að forðast stríð við Írak,“ sagði George W. Bush í aðdraganda stríðsins. Ógnin var máluð upp sem utanaðkomandi og óvænt, sjálfur dró Bush helst upp þá mynd að hann sogaðist þvert gegn eigin vilja í átt að stríðsátökum – sem hann vasklega og einbeittur berðist gegn. En ef algjöra nauðsyn bæri til myndi hann ekki hika og gera innrás! Á sama tíma týndu hann og aðrir ráðamenn til kokkteil af ástæðum fyrir stríði. Og lögðu áherslu á að þetta væri „fyrirbyggjandi árás“. Innrásin í Írak var gerð án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Hernaðaraðgerðirnar áttu að taka stuttan tíma, vera einfaldar og ódýrar. En aðgerðum var auðvitað ekki lokið þegar Saddam var frá – þá voru þær einmitt rétt að byrja. Að álykta annað voru fyrstu mistökin í langri röð dýrkeyptra mistaka í Írak. Það gleymdist að hugsa fyrir hernáminu sjálfu, því sem kæmi á eftir falli stjórnarinnar. Afleiðingarnar urðu meðal annars þær að vorið 2003 féllu bandalagsríkin nánast í allar þær gryfjur sem hugveitur, hjálparsamtök og meira að segja menntastofnanir Bandaríkjahers voru búnar að vara við. Skýrslum hafði verið ýtt til hliðar, ráðamenn voru búnir að ákveða að þetta yrði einfalt. Eftir fljótfærnislegar yfirlýsingar um að bandalagsríkin hefðu unnið sigur í Írak hófst tímabil þar sem fjölmargir voru tvístígandi. Þar á eftir tók við vandræðagangur yfir því hvort tala ætti um „borgarastyrjöld“ í Írak eða ekki. Humm og ha, hvað var á seyði? Óhæfuverkunum fjölgaði, árin liðu, líkin urðu fleiri, urðu loks of mörg, urðu að tölum í fréttum sem menn hættu á endanum að nenna að lesa. „Ég hugsa stundum um það hvort fólk viti að við séum hérna,“ sagði flóttakonan við mig í tjaldinu, löngu eftir innrás. Flóttamannabúðirnar voru langt úti í eyðimörk, fjarri byggðu bóli. Konan brosti feimin og bætti síðan hlýlega við: „Ég bið hjartanlega að heilsa fólkinu þínu uppi á Íslandi.“
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun