Boðið á Bessastöðum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 31. mars 2011 06:00 Fiðrildin ólmuðust í maganum á mér þar sem ég fletti í gegnum fataskápinn í leit að viðeigandi klæðnaði. Ég var á leiðinni í boð, boð á Bessastöðum og varð því að vera sæmilega til fara. Sveitastúlkan ég hafði aldrei komið á Bessastaði fyrr. Vegna þátttöku í undirbúningi menningarviðburðar í borginni hafði ég fengið boð um að snæða snittur með þeim Dorrit og Ólafi og hlakkaði mikið til. Átti erfitt með að hemja brosið þar sem ég rótaði handfljót í skúffunum en reyndi þó að sýnast afslöppuð, eins og þetta væri bara hvert annað boð þar sem ég yrði að láta sjá mig fyrir kurteisissakir. Stoppa stutt, smella í mig einni snittu og heilsa upp á forsetahjónin áður en ég léti mig hverfa. Sparifötin komu loksins í leitirnar. Ég fann ekki eina dýra skartgripinn sem ég á í flýtinum, en vonaði að gyllti jakkinn væri nógu yfirdrifinn til að skartgripaleysið kæmi ekki að sök. Vonaði einnig að ódýr handtaskan kæmi ekki upp um mig og dreif mig af stað. Ekki mátti ég vera of sein. Enda var ég mætt tímanlega og eftir að hafa verið leidd eftir krókaleiðum í fatahengið, svo að gestabókinni og inn í fallegt herbergi, tók við bið. Fleira fólk bættist í hópinn, spariklætt og fallegt og leit út fyrir að hafa komið hingað oft áður. Spjallaði kæruleysislega um daginn og veginn og hló. Þarna mátti sjá menningarvita og mektarfólk sem heilsuðust kumpánlega meðan minni spámenn eins og ég grandskoðuðu munstrið í persnesku mottunni. Mér sýndist ein frúin horfa full efasemda á gyllta jakkann minn og varð því fegin þegar dyrnar opnuðust loks. „Sæll," sagði ég við forsetann, „sæl," sagði ég við frúna og þar með var ég kominn inn í stóran sal. Fékk drykk í hönd og snittu með skyri og skoðaði „íslensku meistarana" á veggjunum. Forsetinn hélt ræðu þar sem hann gantaðist með matseld eiginkonu sinnar og bað okkur að lokum að vera eins og heima hjá okkur. Hvort sem það var drykkurinn eða fyrir kumpánlegt boð forsetans fór ég fljótlega að haga mér eins og ég væri heimavön. Þvældist milli hæða með glasið mitt, rabbaði við gesti og hló. Veraldarvön þakkaði ég síðan fyrir mig að lokum og fór heim. En þó ekki fyrr en ég hafði látið taka mynd af mér á tröppunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Fiðrildin ólmuðust í maganum á mér þar sem ég fletti í gegnum fataskápinn í leit að viðeigandi klæðnaði. Ég var á leiðinni í boð, boð á Bessastöðum og varð því að vera sæmilega til fara. Sveitastúlkan ég hafði aldrei komið á Bessastaði fyrr. Vegna þátttöku í undirbúningi menningarviðburðar í borginni hafði ég fengið boð um að snæða snittur með þeim Dorrit og Ólafi og hlakkaði mikið til. Átti erfitt með að hemja brosið þar sem ég rótaði handfljót í skúffunum en reyndi þó að sýnast afslöppuð, eins og þetta væri bara hvert annað boð þar sem ég yrði að láta sjá mig fyrir kurteisissakir. Stoppa stutt, smella í mig einni snittu og heilsa upp á forsetahjónin áður en ég léti mig hverfa. Sparifötin komu loksins í leitirnar. Ég fann ekki eina dýra skartgripinn sem ég á í flýtinum, en vonaði að gyllti jakkinn væri nógu yfirdrifinn til að skartgripaleysið kæmi ekki að sök. Vonaði einnig að ódýr handtaskan kæmi ekki upp um mig og dreif mig af stað. Ekki mátti ég vera of sein. Enda var ég mætt tímanlega og eftir að hafa verið leidd eftir krókaleiðum í fatahengið, svo að gestabókinni og inn í fallegt herbergi, tók við bið. Fleira fólk bættist í hópinn, spariklætt og fallegt og leit út fyrir að hafa komið hingað oft áður. Spjallaði kæruleysislega um daginn og veginn og hló. Þarna mátti sjá menningarvita og mektarfólk sem heilsuðust kumpánlega meðan minni spámenn eins og ég grandskoðuðu munstrið í persnesku mottunni. Mér sýndist ein frúin horfa full efasemda á gyllta jakkann minn og varð því fegin þegar dyrnar opnuðust loks. „Sæll," sagði ég við forsetann, „sæl," sagði ég við frúna og þar með var ég kominn inn í stóran sal. Fékk drykk í hönd og snittu með skyri og skoðaði „íslensku meistarana" á veggjunum. Forsetinn hélt ræðu þar sem hann gantaðist með matseld eiginkonu sinnar og bað okkur að lokum að vera eins og heima hjá okkur. Hvort sem það var drykkurinn eða fyrir kumpánlegt boð forsetans fór ég fljótlega að haga mér eins og ég væri heimavön. Þvældist milli hæða með glasið mitt, rabbaði við gesti og hló. Veraldarvön þakkaði ég síðan fyrir mig að lokum og fór heim. En þó ekki fyrr en ég hafði látið taka mynd af mér á tröppunum.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun