Masters:Tiger Woods ætlar sér ekkert annað en sigur Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 9. apríl 2011 12:17 Tiger Woods hefur ekki verið líkur sjálfum sér í golfíþróttinni undanfarna 17 mánuði. AP Tiger Woods hefur ekki verið líkur sjálfum sér í golfíþróttinni undanfarna 17 mánuði. Í gær sýndi Woods gamla takta og þokaði sér í þriðja sætið á Mastersmótinu á Augusta vellinum og segir bandaríski kylfingurinn að allur undirbúningur hans á undanförnum mánuðum hafi miðað að því að toppa á réttum tíma í byrjun apríl 2011. Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann eftir að einkalíf kappans varð helsta fréttaefnið í lok ársins 2009. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti í 17 mánuði og hann hefur ekki unnið risamót frá árinu 2008. Woods hefur sigrað á Mastersmótinu fjórum sinnum á ferlinum og alls hefur hann unnið 14 risamót. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri risamót eða alls 18. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er efstur þegar keppni er hálfnuð á 10 höggum undir pari en Woods er aðeins þremur höggum á eftir. Woods lék á 66 (-6) höggum í gær og er það næst besti árangur hans frá upphafi á Augusta vellinum. „Hugmyndin var að toppa á réttum tíma fyrir þetta mót,“ sagði Woods eftir hringinn í gær en hann hefur unnið að sveiflubreytingum með nýjum þjálfara – Sean Foley, frá því í ágúst á síðasta ári. „Við reynum að ná fjórum „toppum“ á hverju ári og það var gott fyrir mig að fara í gegnum þessar breytingar. Það var jákvætt og gott, og við erum á þessum stað í dag. Aðalatriðið er að vera í þeirri aðstöðu á sunnudaginn að eiga möguleika á sigri á síðustu 9 holunum,“ sagði Woods í gær. Golf Tengdar fréttir Masters: McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni Rory McIlroy er ein "heitasta stjarnan“ í golfíþróttinni um þessar mundir og frægðarsól hans reis enn hærra í gær þegar Norður-Írinn tyllti sér í efsta sætið á Mastersmótinu á fyrsta keppnisdegi risamótsins. McIlroy, sem er aðeins 21 ár gamall lék á 7 höggum undir pari vallar eða 65 höggum og deilir hann efsta sætinu með Spánverjanum Alvaro Quiros. 8. apríl 2011 13:15 Masters: Tiger er sex höggum á eftir efstu mönnum Tiger Woods er bjartsýnn á að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn á Mastersmótinu í golfi eftir að hafa leikið Augusta völlinn á einu höggi undir pari vallar á fyrsta keppnisdegi risamótsins. "Ég er aðeins sex höggum á eftir efstu mönnum og það er nóg eftir,“ sagði Woods í gær en hann hefur fallið hratt niður heimslistann að undanförnu og er hann í 7. sæti. 8. apríl 2011 11:45 Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. 8. apríl 2011 01:00 Masters: Mickelson heiðraði Seve Ballesteros Phil Mickelson sá um hátíðarkvöldverð á Augusta golfvellinum í gærkvöld þar sem að fyrrum sigurvegurum mótsins er boðið. Spánverjinn Seve Ballesteros, sem tvívegis hefur sigrað á mótinu, gat ekki mætt að þessu sinni vegna veikinda eftir erfiða meðferð vegna heilaæxlis. Mickelson tileinkaði Ballesteros kvölverðaboðið og var spænskur matur í hávegðum hafður. 7. apríl 2011 18:00 Masters: Rory McIlroy efstur en Tiger Woods sýndi gamla takta Norður-Írinn Rory McIlroy heldur sínu striki á Mastersmótinu í golfi og er hann efstur á 10 höggum undir pari vallar þegar keppni er hálfnuð. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 21 árs gamli kylfingur er efstur að loknum 36 holum á risamóti. Tiger Woods átti frábæran dag en hann þokaði sér upp í þriðja sætið með því fá 9 fugla og 3 skolla á hringum í dag sem hann lék á -6 eða 66 höggum. 8. apríl 2011 23:27 Masters: Mickelson bætir stöðu sína Það lítur út fyrir að spennan verði mikil á Mastersmótinu í golfi á Augusta vellinum í Georgíu en keppni á öðrum keppnisdegi hófst um hádegi að íslenskum tíma og verður leikið fram undir miðnætti. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros voru efstir á 7 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn og þeir hafa báðir hafið leik í dag. McIlroy hefur leikið 2 holur þegar þetta er skrifað og fékk hann fugl á 2. Braut og er hann því á 8 höggum undir pari líkt og KJ Choi frá Suður-Kóreu en hann er einnig á 8 höggum undir pari. 8. apríl 2011 17:40 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hefur ekki verið líkur sjálfum sér í golfíþróttinni undanfarna 17 mánuði. Í gær sýndi Woods gamla takta og þokaði sér í þriðja sætið á Mastersmótinu á Augusta vellinum og segir bandaríski kylfingurinn að allur undirbúningur hans á undanförnum mánuðum hafi miðað að því að toppa á réttum tíma í byrjun apríl 2011. Woods hefur hrapað eins og steinn niður heimslistann eftir að einkalíf kappans varð helsta fréttaefnið í lok ársins 2009. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti í 17 mánuði og hann hefur ekki unnið risamót frá árinu 2008. Woods hefur sigrað á Mastersmótinu fjórum sinnum á ferlinum og alls hefur hann unnið 14 risamót. Aðeins Jack Nicklaus hefur unnið fleiri risamót eða alls 18. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi er efstur þegar keppni er hálfnuð á 10 höggum undir pari en Woods er aðeins þremur höggum á eftir. Woods lék á 66 (-6) höggum í gær og er það næst besti árangur hans frá upphafi á Augusta vellinum. „Hugmyndin var að toppa á réttum tíma fyrir þetta mót,“ sagði Woods eftir hringinn í gær en hann hefur unnið að sveiflubreytingum með nýjum þjálfara – Sean Foley, frá því í ágúst á síðasta ári. „Við reynum að ná fjórum „toppum“ á hverju ári og það var gott fyrir mig að fara í gegnum þessar breytingar. Það var jákvætt og gott, og við erum á þessum stað í dag. Aðalatriðið er að vera í þeirri aðstöðu á sunnudaginn að eiga möguleika á sigri á síðustu 9 holunum,“ sagði Woods í gær.
Golf Tengdar fréttir Masters: McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni Rory McIlroy er ein "heitasta stjarnan“ í golfíþróttinni um þessar mundir og frægðarsól hans reis enn hærra í gær þegar Norður-Írinn tyllti sér í efsta sætið á Mastersmótinu á fyrsta keppnisdegi risamótsins. McIlroy, sem er aðeins 21 ár gamall lék á 7 höggum undir pari vallar eða 65 höggum og deilir hann efsta sætinu með Spánverjanum Alvaro Quiros. 8. apríl 2011 13:15 Masters: Tiger er sex höggum á eftir efstu mönnum Tiger Woods er bjartsýnn á að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn á Mastersmótinu í golfi eftir að hafa leikið Augusta völlinn á einu höggi undir pari vallar á fyrsta keppnisdegi risamótsins. "Ég er aðeins sex höggum á eftir efstu mönnum og það er nóg eftir,“ sagði Woods í gær en hann hefur fallið hratt niður heimslistann að undanförnu og er hann í 7. sæti. 8. apríl 2011 11:45 Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. 8. apríl 2011 01:00 Masters: Mickelson heiðraði Seve Ballesteros Phil Mickelson sá um hátíðarkvöldverð á Augusta golfvellinum í gærkvöld þar sem að fyrrum sigurvegurum mótsins er boðið. Spánverjinn Seve Ballesteros, sem tvívegis hefur sigrað á mótinu, gat ekki mætt að þessu sinni vegna veikinda eftir erfiða meðferð vegna heilaæxlis. Mickelson tileinkaði Ballesteros kvölverðaboðið og var spænskur matur í hávegðum hafður. 7. apríl 2011 18:00 Masters: Rory McIlroy efstur en Tiger Woods sýndi gamla takta Norður-Írinn Rory McIlroy heldur sínu striki á Mastersmótinu í golfi og er hann efstur á 10 höggum undir pari vallar þegar keppni er hálfnuð. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 21 árs gamli kylfingur er efstur að loknum 36 holum á risamóti. Tiger Woods átti frábæran dag en hann þokaði sér upp í þriðja sætið með því fá 9 fugla og 3 skolla á hringum í dag sem hann lék á -6 eða 66 höggum. 8. apríl 2011 23:27 Masters: Mickelson bætir stöðu sína Það lítur út fyrir að spennan verði mikil á Mastersmótinu í golfi á Augusta vellinum í Georgíu en keppni á öðrum keppnisdegi hófst um hádegi að íslenskum tíma og verður leikið fram undir miðnætti. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros voru efstir á 7 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn og þeir hafa báðir hafið leik í dag. McIlroy hefur leikið 2 holur þegar þetta er skrifað og fékk hann fugl á 2. Braut og er hann því á 8 höggum undir pari líkt og KJ Choi frá Suður-Kóreu en hann er einnig á 8 höggum undir pari. 8. apríl 2011 17:40 Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Masters: McIlroy vonast til þess að hafa lært af reynslunni Rory McIlroy er ein "heitasta stjarnan“ í golfíþróttinni um þessar mundir og frægðarsól hans reis enn hærra í gær þegar Norður-Írinn tyllti sér í efsta sætið á Mastersmótinu á fyrsta keppnisdegi risamótsins. McIlroy, sem er aðeins 21 ár gamall lék á 7 höggum undir pari vallar eða 65 höggum og deilir hann efsta sætinu með Spánverjanum Alvaro Quiros. 8. apríl 2011 13:15
Masters: Tiger er sex höggum á eftir efstu mönnum Tiger Woods er bjartsýnn á að geta blandað sér í baráttuna um sigurinn á Mastersmótinu í golfi eftir að hafa leikið Augusta völlinn á einu höggi undir pari vallar á fyrsta keppnisdegi risamótsins. "Ég er aðeins sex höggum á eftir efstu mönnum og það er nóg eftir,“ sagði Woods í gær en hann hefur fallið hratt niður heimslistann að undanförnu og er hann í 7. sæti. 8. apríl 2011 11:45
Masters: McIlroy og Quiros gáfu tóninn á Augusta Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros deila efsta sætinu að loknum fyrsta keppnisdegi á Mastersmótinu í golfi á Augustavellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Þeir léku báðir á 7 höggum undir pari eða 65 höggum á fyrsta risamóti ársins. Y.E Yang ig K.J. Choir eru þar á eftir á 5 höggum undir pari. Phil Mickelson hóf titilvörnina með því að leika á -2 eða 70 höggum og Tiger Woods er einu höggi þar á eftir. 8. apríl 2011 01:00
Masters: Mickelson heiðraði Seve Ballesteros Phil Mickelson sá um hátíðarkvöldverð á Augusta golfvellinum í gærkvöld þar sem að fyrrum sigurvegurum mótsins er boðið. Spánverjinn Seve Ballesteros, sem tvívegis hefur sigrað á mótinu, gat ekki mætt að þessu sinni vegna veikinda eftir erfiða meðferð vegna heilaæxlis. Mickelson tileinkaði Ballesteros kvölverðaboðið og var spænskur matur í hávegðum hafður. 7. apríl 2011 18:00
Masters: Rory McIlroy efstur en Tiger Woods sýndi gamla takta Norður-Írinn Rory McIlroy heldur sínu striki á Mastersmótinu í golfi og er hann efstur á 10 höggum undir pari vallar þegar keppni er hálfnuð. Þetta er í fyrsta sinn sem hinn 21 árs gamli kylfingur er efstur að loknum 36 holum á risamóti. Tiger Woods átti frábæran dag en hann þokaði sér upp í þriðja sætið með því fá 9 fugla og 3 skolla á hringum í dag sem hann lék á -6 eða 66 höggum. 8. apríl 2011 23:27
Masters: Mickelson bætir stöðu sína Það lítur út fyrir að spennan verði mikil á Mastersmótinu í golfi á Augusta vellinum í Georgíu en keppni á öðrum keppnisdegi hófst um hádegi að íslenskum tíma og verður leikið fram undir miðnætti. Rory McIlroy frá Norður-Írlandi og Spánverjinn Alvaro Quiros voru efstir á 7 höggum undir pari eftir fyrsta hringinn og þeir hafa báðir hafið leik í dag. McIlroy hefur leikið 2 holur þegar þetta er skrifað og fékk hann fugl á 2. Braut og er hann því á 8 höggum undir pari líkt og KJ Choi frá Suður-Kóreu en hann er einnig á 8 höggum undir pari. 8. apríl 2011 17:40