Mickelson sjóðheitur fyrir titilvörnina á Masters Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. apríl 2011 15:45 Phil Mickelson lék frábærlega í gær. Nordic Photos/Getty Images Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson var sjóðheitur í gær á Houston Open mótinu sem fram fer á bandarísku PGA-mótaröðinni í Texas. Mickelson er efstur í mótinu ásamt landa sínum Scott Verplank eftir að hafa leikið á 63 höggum í gær eða níu höggum undir pari. Hann jafnaði þar með vallarmetið á Redstone vellinum í Houston. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í dag. Mickelson lék við hvern sinn fingur í gær því hann fékk níu fugla og tapaði ekki höggi. Hann hefur ekki verið að leika vel í ár en virðist nú sýna jákvæða framför fyrir Masters mótið, fyrsta risamót ársins í golfinu, sem hefst á fimmtudag. „Ég vissi að ég væri nálægt mínu besta en hef ekki náð góðu skori að undanförnu. Það skiptir mig miklu máli að ná góðum hring. Ég á möguleika á sigri og það er gott fyrir mig að vera í þessari stöðu fyrir Masters mótið í næstu viku,“ sagði Mickelson. Masters mótið fer fram á hinum sögufræga Augusta National golfvelli í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Keppt er um að klæðast græna jakkanum í mótslok, einhver eftirsóttust verðlaun golfsins. Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð2 Sport frá fimmtudegi til sunnudags. Hér má sjá stöðuna í Houston Open mótinu
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira