Icesave málið gæti verið hjúpað leynd næstu 110 árin Símon Birgisson skrifar 19. apríl 2011 18:45 Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel." Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel."
Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira