Handbolti

Umfjöllun: Framarar tryggðu sér oddaleik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sigurgeir Árni Ægisson, FH.
Sigurgeir Árni Ægisson, FH.
Leik Fram og FH í Safamýrinni lauk með 27 - 26 sigri Fram. Með þessu tryggðu Framarar sér oddaleik í Kaplakrika á mánudaginn.

Þetta var annar leikur liðanna í undanúrslitarimmu þeirra í úrslitakeppni N1 deildarinnar. FH unnu fyrsta leikinn 29 - 22 í Kaplakrika á fimmtudaginn og voru því Framarar komnir með bakið upp við vegg fyrir þennan leik.

Jafnræði var með liðunum snemma leiks en FH-ingar settu í gír í stöðunni 3-3 og sigu jafnt og þétt fram úr heimamönnum eða allt þar til Reyni Þór Reynisson, þjálfara Framara leist ekki lengur á blikuna og tók leikhlé. Hann náði að stappa stálinu í sína menn sem börðust aftur og minnkuðu forskotið niður í tvö stig fyrir leikhlé en þá var staðan 15-13 fyrir FH.

FH höfðu undirtökin framan af seinni hálfleik en misstu tvo leikmenn í brottvísun klaufalega og gengu Framarar á laginn við það. Þeir náðu í fyrsta sinn forskoti þegar 52 mínútur voru búnar af leiknum og héldu þeir forskotinu út leikinn þótt litlu hefði mátt muna að FH næði að jafna í lokasókn leiksins.

Það fer því fram oddaleikur á mánudaginn, FH spiluðu mjög vel í þessum leik en misstu einbeitinguna og gengu Framarar á lagið við það.

Fram – FH 27 – 26 (13 – 15)

Mörk Fram (skot): Andri Berg Haraldsson 9(15) , Jóhann Gunnar Einarsson 6(11), Matthías Daðason 3(5), Halldór Jóhann Sigfússon 2(3), Haraldur Þorvarðarson 2(5), Einar Rafn Eiðsson 2(6), Róbert Aron Hostert 1(3), Magnús Stefánsson 1(2), Jóhann Karl Reynisson 1(1),

Varin skot: Magnús Erlendsson 16/1 ( 42/3 38%)

Hraðaupphlaupsmörk: 0

Fiskuð víti: 0

Utan vallar: 6 mínútur

Mörk FH (Skot): Ásbjörn Friðriksson 10/4 ( 14/5), Ólafur Andrés Guðmundsson 5(9), Baldvin Þorsteinsson 4(6), Örn Ingi Bjarkason 3(5),Ólafur Gústafsson 2(11), Ari Magnús Þorgeirsson 1(2), Atli Rúnar Steinþórsson 1(1)

Varin skot Pálmar Pétursson 15 (42, 35%)

Hraðaupphlaupsmörk: 0

Fiskuð víti: 5 ( Atli Rúnar 2, Baldvin 2, Örn Ingi)

Utan vallar: 10 mínútur.




Tengdar fréttir

Jóhann: Úrslitasjarmi yfir þessum leik

"Fyrri hálfleikurinn var tómt rugl en það var eitthvað í þessum leik, einhver úrslita-sjarmi að ég hafði aldrei neinar áhyggjur af þessu," sagði Jóhann Gunnar Einarsson, leikmaður Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×