Enski boltinn

Miðinn á enska bikarúrslitaleikinn hækkar um 22 prósent

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það verður straumur á Wembley 14. maí.
Það verður straumur á Wembley 14. maí. Mynd/Nordic Photos/Getty
Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að hækka miðaverðið á úrslitaleik enska bikarsins sem fer fram á Wembley 14. maí síðastliðinn. Dýrasti miðinn á leikinn kostar nú 115 pund eða rúmlega 21 þúsund íslenskar krónur.

Dýrasti miðinn á úrslitaleik Chelsea og Portsmouth í fyrra kostaði 95 pund eða 17.600 íslenskar krónur. Dýrasti miðinn á leikinn hefur því hækkað um 22 prósent.

Aðrir miðar á úrslitaleikinn verða í boði á 85 og 65 pund og ódýrasti miðinn á leikinn hækkar um 5 pund eða upp í 45 pund sem gera 8.300 íslenskar krónur.

Undanúrslitaleikirnir fara fram um helgina og þá kemur í ljós hvaða lið munu mætast á Wembley. Manchester United  mætir Manchester City á laugardaginn og daginn eftir spila Bolton og Stoke.

Miðarnir á bikarúrslitaleikinn eru samt miklu ódýrari en miðarnir á úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley 28. maí. Miðarnir á þann leik kosta á bilinu 80 til 300 pund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×