Ný könnun sýnir að vinsældir Kate Middleton, verðandi brúðar Vilhjálms bretaprins, eru jafnmiklar og vinsældir Díönu prinsessu, móður hans heitinnar.
Samkvæmt könnunninni, sem lögð var fyrir tæp 2.500 Breta, fá þær hvor um sig fylgi 66% landsmanna en flestum virðist þó líka vel við Vilhjálm sjálfan, sem trónir á toppnum með 81%. Það er hinsvegar faðir hans, Karl bretaprins, sem rekur lestina en nánast helmingur aðspurðra hafði neikvæðar skoðanir á honum.
