Í meðfylgjandi myndbandi má sjá auglýsingu símafyrirtækisins T-Mobile sem fer eins og eldur í sinu um internetið.
Um er að ræða sviðsetningu af dansandi brúðkaupi Vilhjálms krónprins og Kate Middleton sem ganga í heilagt hjónaband 29. apríl næstkomandi.
Stöð 2 mun gera þessu brúðkaupi aldarinnar ríkuleg skil. Boðið verður uppá nærri 6 klukkustunda langa útsendingu frá sjálfu brúðkaupinu þar sem fylgst verður grannt með aðdragandanum, fagnaðarlátunum og svo að sjálfsögðu frá athöfninni sjálfri.
Lífið