Gæti hæglega verið nútímalegt sumarhús við Þingvallavatn því umhverfið er mjög íslenskt. En svo er þó ekki því þessi sumarbústaður stendur við fagurt vatn í norður Ameríku.
Hönnun hússin er einföld og smekkleg á þessum kyrrláta fallega stað. Útsýnið og umhverfið nýtur sín vel innan úr einföldu hlýlegu rými í gegnum stóra glugga sem endurspegla blárri fallegri birtu inn í húsið.
Stóru gluggarnir ramma inn fallegt ytra umhverfið enda engin þörf á myndum á veggina þarna þar sem nóg er að sjá úr stofunni yfir stórbrotið umhverfið.
Sumarbústaðir þurfa ekki að vera flóknir
