Ryderkeppnin fer fram í Frakklandi árið 2018 17. maí 2011 19:15 Frönsku kylfingarnir Thomas Levet og Jean Van de Velde hafa báðir leikið með Ryderliði Evrópu. Nordic Photos/Getty Images Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni. Le Golf National völlurinn þykir ægifagur þar sem að vatnshindranir leika aðalhlutverkið á seinni níu holunum. Völlurinn þykir henta vel fyrir keppnina þar sem að aðstaða fyrir áhorfendur utan brautar er fyrsta flokks. Keppt var í fyrsta sinn á meginlandi Evrópu árið 1997 þegar Ryderkeppnin fór fram á Valderama á Spáni. Þar var Seve Ballesteros fyrirliði Evrópuliðsins sem fagnaði sigri. Ballesteros lést á dögunum eftir erfið veikindi en margir áttu von á því að Spánverjar myndu fá keppnina vegna fráfalls eins þekktasta kylfings sögunnar. Evrópumótaröðin mun líklega heiðra minningu Ballesteros með þeim hætti að breyta merki mótaraðarinnar þar sem að hinn þekkti Harry Vardon er fyrirmyndin og verður mynd af Ballesteros sett í staðinn. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ryderkeppnin í golfi árið 2018 mun fara fram á Le Golf National vellinum í Frakklandi en keppnin hefur aðeins einu sinni áður farið fram á meginlandi Evrópu. Fjölmargar þjóðir kepptust um að fá að halda keppnina þar sem að úrvalslið frá Evrópu og Bandaríkjunum eigast við. Spánn, Portúgal, Þýskaland og Holland sóttust einnig eftir keppninni. Le Golf National völlurinn þykir ægifagur þar sem að vatnshindranir leika aðalhlutverkið á seinni níu holunum. Völlurinn þykir henta vel fyrir keppnina þar sem að aðstaða fyrir áhorfendur utan brautar er fyrsta flokks. Keppt var í fyrsta sinn á meginlandi Evrópu árið 1997 þegar Ryderkeppnin fór fram á Valderama á Spáni. Þar var Seve Ballesteros fyrirliði Evrópuliðsins sem fagnaði sigri. Ballesteros lést á dögunum eftir erfið veikindi en margir áttu von á því að Spánverjar myndu fá keppnina vegna fráfalls eins þekktasta kylfings sögunnar. Evrópumótaröðin mun líklega heiðra minningu Ballesteros með þeim hætti að breyta merki mótaraðarinnar þar sem að hinn þekkti Harry Vardon er fyrirmyndin og verður mynd af Ballesteros sett í staðinn.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira