Birgir Leifur keppir á Áskorendamótaröðinni á Ítalíu í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/Nordic Photos/Getty Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur úr GKG, er kominn til Flórens á Ítalíu þar sem hann keppir á Mugello Tuscany Open mótinu í evrópsku Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur fékk óvænt boð á mótið þegar fjölmargir spænskir kylfingar boðuðu forföll vegna jarðafarar Seve Ballesteros sem lést um síðustu helgi. Birgir Leifur rétt náði til Flórens í tíma fyrir mótið og náði ekkert að æfa á vellinum. Hann hefur heldur ekkert keppt á þessu ári og því í engu spilformi. Það er því óvíst hvernig Birgir Leifi mun ganga en hann hóf keppni klukkan 12.20 í dag. Það er hægt að fylgjast með skori hans með því að smella hér. Birgir Leifur á með góðum árangri möguleika á að geta komið sér í betri stöðu til að vinna sér sæti á Evrópumótaröðinni. 20 efstu kylfingarnir á tekjulista Áskorendamótaraðarinnar fá meðal annars keppnisrétt á Evrópumótaröðinni á næstu leiktíð. Birgir Leifur hefur fundið sig vel á Ítalíu því besti árangur hans á Evrópumótaröðinni var fyrir tæpum fjórum árum þegar hann náði 11. sæti á Telecom Italia Open mótinu.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira