Woods og Mickelson: Ballesteros er goðsögn Stefán Árni Pálsson skrifar 11. maí 2011 11:30 Kylfingar votta hér Ballesteros virðingu sína. Mynd. / Getty Images Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína. Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Seve Ballesteros lést síðastliðin laugardag úr krabbameini sem hann hafði barist við í langan tíma. Ballesteros var einn allra besti kylfingur síðari tíma og gríðarlega virtur innan golfheimsins. Tiger Woods fór fögrum orðum um þennan litríka Spánverja í sjónvarpsviðtalið við sjónvarpsstöðina FOX í Bandaríkjunum, en þar talar hann um að Ballesteros hafi ávallt leikið með sínum leikstíl og oft sýnt ótrúleg högg á vellinum. „Þegar maður hlustaði á hann tala um golf þá varð maður alveg dáleiddur, hann leit á íþróttina sem listform“. „Hann leit alltaf út eins og hann þyrfti ekkert að hafa fyrir þessu, hann bara spilaði leikinn og naut þess,“sagði Woods. Phil Mickelson rifjaði upp þegar þeir léku saman æfingahring á Torrey Pines þegar Mickelson var ennþá áhugamaður. „Ég man bara hvað ég naut þess að spila með honum, hann var sérstakur spilari“. „Ég horfði bara á hann spila og hugsaði með mér, hversu margar aðferðir eru eiginlega til við að skjóta kúlunni. Hann kenndi mér að stundum þarf maður að brjótast út úr því formi sem maður er alltaf í og gera hlutina eins og manni líður best með. Ballesteros er goðsögn í mínum huga og golfheimurinn mun sakna hann mikið,“ sagði Mickelson að lokum. Seve Ballesteros verður jarðsunginn í heimabæ sínum Pedrena á Spáni síðar í dag, en þar verða margir kylfingar mættir til að vota honum virðingu sína.
Golf Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira