Íslenski boltinn

Bikarmeistarar FH drógust gegn strákunum hans Óla Þórðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Í hádeginu var dregið í 32 liða úrslitum Valitors bikars karla í fótbolta og fór drátturinn fram í höfuðstöðvum KSÍ. 20 lið stóðu eftir þegar annarri umferð lauk í gærkvöldi og liðin tólf úr Pepsi-deild karla bættust síðan við í pottinn.

Í pottinum voru því tólf lið úr úrvalsdeildinni, níu úr b-deild, fimm úr c-deild, fimm úr d-deild og eitt úr utandeildinni en það er lið Kjalnesinga.

Stórleikur 32 liða úrslitanna er viðureign bikarmeistara FH og Fylkismanna en það er aðeins annar af tveimur innbyrðisleikjum liða úr Pepsi-deild karla en hinn er leikur Stjörnunnar og KR á gervigrasinu í Garðabæ.

Af öðrum leikjum má nefna að Íslandsmeistarar Breiðabliks frá Völsung í heimsókn, utandeildarlið Kjalnesinga mætir Eyjamönnum, Valsmenn fá Víkinga úr Ólafsvík í heimsókn og tvö af sterkari liðum b- deildarinnar, Fjölnir og Selfoss, mætast.

Þessi lið drógust saman í 32 liða úrslitunum:Njarðvík - HK

Breiðablik - Völsungur

Léttir - KFS

Fjölnir - Selfoss

BÍ/Bolungarvík - Reynir S.

Þór - Leiknir F.

ÍR - Þróttur R.

Berserkir - Fram

Valur - Víkingur Ól.

FH - Fylkir

KV - Víkingur R.

Kjalnesingar - ÍBV

Höttur - Keflavík

Haukar - KF

Stjarnan - KR

KA - Grindavík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×