Snorri Helga klárar nýja plötu Birgir Örn Steinarsson skrifar 25. maí 2011 15:09 Snorri Helgason. Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Snorri Helgason, fyrrum liðsmaður Sprengjuhallarinnar, er að ljúka vinnu að annarri breiðskífu sinni. Plötuna vinnur hann með aðstoð Sindra Má Sigfússonar úr Seabear og Sin Fang í hljóðveri hans í Reykjavík. "Ég kíkti í kaffi til hans á Gamlársdag 2010 og spurði hvort hann væri til í að vinna einhvers konar plötu með mér," segir Snorri í gegnum símann frá London þar sem hann býr nú og starfar. "Ég átti bara 5-6 lög sem voru "tilbúin" og svo var ég bara með nokkrar lagahugmyndir. Þannig að ég vissi ekki hvort að þetta yrði bara EP plata eða bara ein smáskífa. En við enduðum á því að taka upp 11 grunna að nýjum lögum á nokkrum dögum." Nýr hljómur Snorra er þónokkuð stökk frá frumraun hans I'm Gonna Put a Name on Your Door sem kom út 2009. "Við tókum ákvörðun mjög snemma í ferlinu að nota engar hefðbundnar trommur á plötunni en notast eingöngu við trommuheila og alls konar ásláttarhljóðfæri sem ég held að hafi haft mikil áhrif á hljóðheiminn og útsetningarnar á plötunni." Eftir að vinnu þeirra í Reykjavík lauk flaug Snorri aftur út til London og söng lögin í svefnherberginu heima hjá sér. Þvínæst lagði hann af stað í tónleikaferðalag um Evrópu ásamt Hjaltalín. Á nýju plötunni er eitthvað um gesti. Þar má nefna Guðmund Óskar Guðmundsson bassaleikari Hjaltalín, Sóley Stefánsdóttir úr Seabear og Sigurlaug Gísladóttir (betur þekkt sem Mr. Silla) sem syngur bakraddir. Platan kemur út í júlí á vegum Kimi Records. Snorri ætlar að frumflytja nokkur lög af þessari nýju plötu í næsta þætti Vasadiskó sem er á dagskrá X-ins 977 á sunnudaginn kl. 15. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Staðfesta sambandsslitin Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Michael Madsen er látinn Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira