Viðskipti erlent

Rússneskur netleitarrisi á markað í Bandaríkjunum

Forsvarsmenn Yandex-leitarvélarinnar voru kátir þegar hlutabréf fyrirtækisins voru skráð á markað í gær.
Forsvarsmenn Yandex-leitarvélarinnar voru kátir þegar hlutabréf fyrirtækisins voru skráð á markað í gær. Mynd/AP
Rússneska netleitarfyrirtækið Yandex var skráð á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum í gær.

Flestir Rússar sem aðgang hafa að netinu nota Yandex-netleitarvélina. Fyrirtækið er jafnframt eitt umsvifamesta netfyrirtæki Rússlands.

Yandex-leitarvélin er með 64 prósenta markaðshlutdeild í Rússlandi. Hún er jafnframt mikið notuð í Úkraínu, Kasakstan og í Hvíta-Rússlandi.

Í tilkynningu frá hlutabréfamarkaðnum kemur fram að mikil eftirvænting hafi skapast í aðdraganda skráningarinnar enda hafi ekkert rússneskt fyrirtæki verið skráð á hlutabréfamarkað vestanhafs síðan árið 2006.

Í gær voru hlutabréf fyrirtækisins seld fyrir 1,3 milljarða dala, jafnvirði 152 milljarða íslenskra króna, og hefur annað eins ekki sést síðan netleitarrisinn Google var skráður á hlutabréfamarkað árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×