Jarðvísindamenn eru á leið austur að Skálafellsjökli en þeir ætla ásamt liðsmönnum Hjálparsveitar skáta í Reykjavík að gossvæðinu í Grímsvötnum á Vatnajökli. Hópurinn fer á snjóbíl hjálparsveitarinnar sem ber heitið Boli. Boli hefur verið í biðstöðu þar sem jarðvísindamennirnir, sem eru þrír ásamt tæknimanni, hafa þurft að bíða af sér öskufall á Kirkjubæjarklaustri.
Vísindamenn halda á Vatnajökul
