Keflavíkurflugvöllur opinn til sjö Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. maí 2011 06:12 Þessi mynd var tekin þegar flogið var yfir gosstöðvarnar í gærkvöld. Mynd/ Egill Aðalsteinsson. Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar. Gosmökkurinn sást í gærkvöld frá Kirkjubæjarklaustri, Vík, Skaftafelli og víða á Suðurlandi og frá Reykjavík. Mökkurinn náði fljótlega mikilli hæð og um miðnætti var hann kominn í 19 til 20 kílómetra hæð. Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í gærkvöldi og virðist gosið mun öflugra en gosið árið 2004. Vart hefur orðið við öskufall víða á Suðurlandi. Borist hafa upplýsingar um öskufall allt frá Vík í Mýrdal að Höfn í Hornafirði. Gert er ráð fyrir að öskufall verði mest til suðausturs en einnig í suður. Seinni part nætur má jafnvel búast við smávægilegu öskufalli á austanverðu og suðvestanverðu landinu. Um er að ræða basaltgos með nokkuð fíngerðri ösku. Íbúum svæðisins er bent á að kynna sér öskufallsbækling, sem hægt er að nálgast á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Öndunargrímur og öryggis- og varnargleraugum verður dreift til íbúa á svæðinu. Vegagerðin hefur lokað veginum yfir Skeiðarársand af öryggisástæðum og verður vegurinn vaktaður af lögreglunni. Aukafréttatími verður á Stöð 2 á hádegi í dag, sunnudag, vegna eldgossins. Þá verður sagt frá gangi mála, meðal annars flugsamgöngum, í morgunfréttum Bylgjunnar klukkan tíu. Að sjálfsögðu verður svo sagt frá öllu því helsta hér á Vísi allan daginn. Helstu fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Keflavíkurflugvöllur verður opinn fram til klukkan sjö og þá verður staðan metin að nýju. Sama gildir um innanlandsflug. Staðan fyrir daginn verður svo metin aftur eftir það. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu sem almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra sendi frá sér nú í nótt. Eldgos hófst í Grímsvötnum um klukkan sjö í gærkvöld og var samhæfingamiðstöðin í Skógarhlíð samstundis virkjuð vegna hennar. Gosmökkurinn sást í gærkvöld frá Kirkjubæjarklaustri, Vík, Skaftafelli og víða á Suðurlandi og frá Reykjavík. Mökkurinn náði fljótlega mikilli hæð og um miðnætti var hann kominn í 19 til 20 kílómetra hæð. Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í gærkvöldi og virðist gosið mun öflugra en gosið árið 2004. Vart hefur orðið við öskufall víða á Suðurlandi. Borist hafa upplýsingar um öskufall allt frá Vík í Mýrdal að Höfn í Hornafirði. Gert er ráð fyrir að öskufall verði mest til suðausturs en einnig í suður. Seinni part nætur má jafnvel búast við smávægilegu öskufalli á austanverðu og suðvestanverðu landinu. Um er að ræða basaltgos með nokkuð fíngerðri ösku. Íbúum svæðisins er bent á að kynna sér öskufallsbækling, sem hægt er að nálgast á heimasíðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. Öndunargrímur og öryggis- og varnargleraugum verður dreift til íbúa á svæðinu. Vegagerðin hefur lokað veginum yfir Skeiðarársand af öryggisástæðum og verður vegurinn vaktaður af lögreglunni. Aukafréttatími verður á Stöð 2 á hádegi í dag, sunnudag, vegna eldgossins. Þá verður sagt frá gangi mála, meðal annars flugsamgöngum, í morgunfréttum Bylgjunnar klukkan tíu. Að sjálfsögðu verður svo sagt frá öllu því helsta hér á Vísi allan daginn.
Helstu fréttir Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira