Formúla 1

Perez fær að keppa í Kanada

Sergio Perez ekur með Sauber  liðinu í Formúlu 1.
Sergio Perez ekur með Sauber liðinu í Formúlu 1. Mynd: Getty Images/Mark Thompson
Sergio Perez hjá Sauber liðinu hefur fengið leyfi frá FIA til að keppa í Formúlu 1 mótinu í Kanada um helgina, en hann fékk heilahristing í óhappi í tímatökunni í Mónakó á dögunum og tók ekki þátt í kappakstrinum.

Perez komst í gegnum læknisskoðun í Montreal í dag, samkvæmt frétt á autosport.com, en Jean Charles Piette skoðaði Perez fyrir hönd FIA. Perez mun því taka þátt í mótshelginni í Montreal, en fyrstu æfingar eru á föstudag.

Perez hafði þegar farið í læknisskoðun í Austurríki, eftir óhappið í Mónakó og flaug síðan til Mexíkó, en hann er ættaður þaðan.

Ég var nokkra daga heima, sem var jákvætt fyrir mig og keyrði svo kart-kappakstursbíl á mánudag og þriðjudag og var í lagi", sagði Perez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×