Gott vatnsár framundan í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2011 09:45 Eva María með flottann lax úr Langá Síðastliðinn föstudag varð vart við talsverða aukningu í vatnsmagni Langár á Mýrum. Ástæðan var sú að vatnsmiðlunin var orðin yfirfull. Útlitið er því gott fyrir sumarið. Aðeins eru rúmar tvær vikur síðan að borðin voru sett í vatnsmiðlunina í Langavatni. Líkt og segir er miðlunin nú þegar komin á yfirfall og því ljóst að sex til sjö vikna vatnsforði er fyrir hendi í Langavatni fyrir komandi veiðisumar. Það er þó merkilegt að enn er talsvert eftir af snjó í fjöllum í kringum Langá, og því von á talsverðri snjóbráð þegar að loks hlýnar í veðri. Síðustu tvö ár hafa verið rosalega erfið vegna vatnsleysis í ánni og þá sérstaklega árið í fyrra. Það ringdi ekkert í margar vikur og áin gerði ekkert annað en að hrynja í vatni eins og flestar ár á suðvesturlandi. Þetta gerði það að verkum að miðsvæðið svokallaða, frá Hornhyl og niður að Glanna var ekki svipur hjá sjón. Fullt af flottum stöðum sem héldu ekki laxi vegna vatnsleysis.Veitt við Breiðuna í Langá Mynd: SVFREn staðan núna fyrir komandi sumar er sem betur fer önnur. Þeir sem halda tryggð við Langá eru orðnir spenntir eftir sumrinu enda áin búin að vera með þeim aflahæstu í mörg ár ef hafbeitarárnar eru undanskildar og það sést líka á aðsókninni. Öll veiðileyfi eru uppseld í júnímánuði, og hið sama má nánast segja um júlímánuð, aðeins tvær stangir eftir dagana 27-30. júlí. Miðað við vatnsstöðuna þetta árið ætti að vera óhætt að mæla með þeim stöngum. Upplýsingar má fá á skrifstofu SVFR. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði
Síðastliðinn föstudag varð vart við talsverða aukningu í vatnsmagni Langár á Mýrum. Ástæðan var sú að vatnsmiðlunin var orðin yfirfull. Útlitið er því gott fyrir sumarið. Aðeins eru rúmar tvær vikur síðan að borðin voru sett í vatnsmiðlunina í Langavatni. Líkt og segir er miðlunin nú þegar komin á yfirfall og því ljóst að sex til sjö vikna vatnsforði er fyrir hendi í Langavatni fyrir komandi veiðisumar. Það er þó merkilegt að enn er talsvert eftir af snjó í fjöllum í kringum Langá, og því von á talsverðri snjóbráð þegar að loks hlýnar í veðri. Síðustu tvö ár hafa verið rosalega erfið vegna vatnsleysis í ánni og þá sérstaklega árið í fyrra. Það ringdi ekkert í margar vikur og áin gerði ekkert annað en að hrynja í vatni eins og flestar ár á suðvesturlandi. Þetta gerði það að verkum að miðsvæðið svokallaða, frá Hornhyl og niður að Glanna var ekki svipur hjá sjón. Fullt af flottum stöðum sem héldu ekki laxi vegna vatnsleysis.Veitt við Breiðuna í Langá Mynd: SVFREn staðan núna fyrir komandi sumar er sem betur fer önnur. Þeir sem halda tryggð við Langá eru orðnir spenntir eftir sumrinu enda áin búin að vera með þeim aflahæstu í mörg ár ef hafbeitarárnar eru undanskildar og það sést líka á aðsókninni. Öll veiðileyfi eru uppseld í júnímánuði, og hið sama má nánast segja um júlímánuð, aðeins tvær stangir eftir dagana 27-30. júlí. Miðað við vatnsstöðuna þetta árið ætti að vera óhætt að mæla með þeim stöngum. Upplýsingar má fá á skrifstofu SVFR.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Aukinn kraftur kominn í göngurnar Veiði