Tiger Woods mun ekki keppa á opna bandaríska meistaramótinu 8. júní 2011 12:15 Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Nordic Photos/Getty Images Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. „Ég er gríðarlega vonsvikinn að geta ekki keppt á opna bandaríska meistaramótinu. Ég ákvað að hlýða fyrirmælum lækna og horfa til framtíðar. Ég hafði gert mér vonir um að geta keppt, en það var áhætta sem fylgdi því,“ sagði Woods en hann er meiddur á hné og hásin. Woods ætlar sér að taka þátt á þeim stórmótum sem eftir eru á árinu, opna breska meistaramótinu sem fram fer í júlí og PGA meistaramótinu sem fram fer í ágúst. Woods hefur þrívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu en alls hefur hann unnið 14 stórmót. Aðeins Jack Nicklaus er með fleiri titla á stórmótum – alls 18. Woods hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi á Players meistaramótinu á dögunum. Hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum og er í 13. sæti heimslistans. Hann hefur ekki sigrað á stórmóti frá því hann vann opna bandaríska meistaramótið á Torrey Pines en þar sleit hann krossband í hné og lauk keppni draghaltur og þjáður. Woods endaði í fjórða sæti á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta stórmót ársins. Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods mun ekki bæta 15. titlinum á risamóti á opna bandaríska meistaramótinu sem hefst í næstu viku á Congressional í Bethesda. Woods á við meiðsli að stríða og eftir að hafa ráðfært sig við lækna ákvað kylfingurinn að taka ekki þátt á öðru stórmóti ársins af alls fjórum. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1994 sem opna bandaríska fer fram án þess að Tiger Woods sé á meðal keppenda. „Ég er gríðarlega vonsvikinn að geta ekki keppt á opna bandaríska meistaramótinu. Ég ákvað að hlýða fyrirmælum lækna og horfa til framtíðar. Ég hafði gert mér vonir um að geta keppt, en það var áhætta sem fylgdi því,“ sagði Woods en hann er meiddur á hné og hásin. Woods ætlar sér að taka þátt á þeim stórmótum sem eftir eru á árinu, opna breska meistaramótinu sem fram fer í júlí og PGA meistaramótinu sem fram fer í ágúst. Woods hefur þrívegis sigrað á opna bandaríska meistaramótinu en alls hefur hann unnið 14 stórmót. Aðeins Jack Nicklaus er með fleiri titla á stórmótum – alls 18. Woods hætti keppni eftir aðeins 9 holur á fyrsta keppnisdegi á Players meistaramótinu á dögunum. Hann hefur alls ekki náð sér á strik á undanförnum mánuðum og er í 13. sæti heimslistans. Hann hefur ekki sigrað á stórmóti frá því hann vann opna bandaríska meistaramótið á Torrey Pines en þar sleit hann krossband í hné og lauk keppni draghaltur og þjáður. Woods endaði í fjórða sæti á Mastersmótinu á Augusta sem er fyrsta stórmót ársins.
Golf Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira