Góð opnun í Blöndu Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2011 09:50 Lax Þreyttur við Breiðuna norðanmeginn Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Þótt opnunin hafi ekki verið jafn stór og í fyrra eru menn ánægðir enda skilyrðin til veiða erfið. Kalt og vindasamt. Þeir sem eiga næstu holl í Blöndu geta farið að hlakka til því það eru hlýindi í kortunum.Páll Magnússon sleppir 2 ára laxi í BlönduAnnars er gaman að segja frá því að það eru laus veiðileyfi í Blöndu á besta tíma á svæði II fyrir lítinn pening. Þarna fer gífurlega mikið af laxi í gegn uppá svæði III og IV ásamt Svartá, en ástundun hefur verið léleg undanfarin ár. Þarna má veiða á allt agn og verðið fyrir daginn á besta tíma ekki nema 22.800. Það er ekki hægt að kvarta yfir ódýrum laxveiðileyfum í dag. Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði
Blanda endaði með 8 löxum lönduðum á opnunardeginum í gær. Á seinni vaktinni var 2 löxum landað og einnig misstu veiðimenn 2 til viðbótar, sem fyrr voru laxarnir á milli 10 og 14 pund. Af þessum 8 voru fjórir teknir á maðkinn og hinir fjórir á fluguna. Þótt opnunin hafi ekki verið jafn stór og í fyrra eru menn ánægðir enda skilyrðin til veiða erfið. Kalt og vindasamt. Þeir sem eiga næstu holl í Blöndu geta farið að hlakka til því það eru hlýindi í kortunum.Páll Magnússon sleppir 2 ára laxi í BlönduAnnars er gaman að segja frá því að það eru laus veiðileyfi í Blöndu á besta tíma á svæði II fyrir lítinn pening. Þarna fer gífurlega mikið af laxi í gegn uppá svæði III og IV ásamt Svartá, en ástundun hefur verið léleg undanfarin ár. Þarna má veiða á allt agn og verðið fyrir daginn á besta tíma ekki nema 22.800. Það er ekki hægt að kvarta yfir ódýrum laxveiðileyfum í dag.
Stangveiði Mest lesið Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Stefnir í gott veður síðustu helgina í rjúpu Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Veiði