Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2011 11:42 Fallegur urriði úr Minnivallalæk Ekki hafði eldgosið áhrif á Minnivallalæk, smá aska um tíma sem hvarf svo fljótlega. Fyrir gos var hópur að veiðum helgina 13-15. maí sem veiddi mjög vel er mér tjáð, meðal annars bolti um 80 cm úr Stöðvarhyl og bókaður 6 kg, og einnig veiddust nokkrir mjög stórir úr Viðarhólma neðar í ánni. Goshelgina 20-22. maí var víst hávaða norðanrok og kuldi á svæðinu og lítil veiði að vonum. Í gær hóf síðan hópur veiði og var ég að tala við Stjána Ben sem var við leiðsögn og voru þeir að landa einum góðum á Húsabreiðu og skilyrði hin bestu að hans sögn, svo það lítur bara vel út. Rigningi hefur bara gert læknum gott og lífið að vakna aftur og má fara að athuga með þurrfluguveiði væntanlega á næstunni.Falleg sjóbleikja úr BreiðdalsáEkki hefur verið mikið stundað silungasvæðið í Breiðdalsá og einnig hefur veðrið sett strik í reikninginn, enda verið vetrarveður á svæðinu að miklu leyti undanfarið. En þó hafa komið skot, eins og þegar Halldór Jónsson starfsmaður Strengja og leiðsögumaður skaust á morgunfjöruna 19. maí og lendi heldur betur í því. Hann sagðist aldrei hafa séð eins mikið líf og er þó ýmsu vanur þarna, landaði 13 vænum sjóbleikjum á stuttum tíma og missti eina svaka stóra sem dró hann undir þjóðvegsbrú og sleit svo er hann gat ekki fylgt henni lengur eftir. Hægt er að komast í veiði þarna með stuttum fyrirvara núna í júní. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Breyttar veiðireglur í Soginu Ásgarði Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði
Ekki hafði eldgosið áhrif á Minnivallalæk, smá aska um tíma sem hvarf svo fljótlega. Fyrir gos var hópur að veiðum helgina 13-15. maí sem veiddi mjög vel er mér tjáð, meðal annars bolti um 80 cm úr Stöðvarhyl og bókaður 6 kg, og einnig veiddust nokkrir mjög stórir úr Viðarhólma neðar í ánni. Goshelgina 20-22. maí var víst hávaða norðanrok og kuldi á svæðinu og lítil veiði að vonum. Í gær hóf síðan hópur veiði og var ég að tala við Stjána Ben sem var við leiðsögn og voru þeir að landa einum góðum á Húsabreiðu og skilyrði hin bestu að hans sögn, svo það lítur bara vel út. Rigningi hefur bara gert læknum gott og lífið að vakna aftur og má fara að athuga með þurrfluguveiði væntanlega á næstunni.Falleg sjóbleikja úr BreiðdalsáEkki hefur verið mikið stundað silungasvæðið í Breiðdalsá og einnig hefur veðrið sett strik í reikninginn, enda verið vetrarveður á svæðinu að miklu leyti undanfarið. En þó hafa komið skot, eins og þegar Halldór Jónsson starfsmaður Strengja og leiðsögumaður skaust á morgunfjöruna 19. maí og lendi heldur betur í því. Hann sagðist aldrei hafa séð eins mikið líf og er þó ýmsu vanur þarna, landaði 13 vænum sjóbleikjum á stuttum tíma og missti eina svaka stóra sem dró hann undir þjóðvegsbrú og sleit svo er hann gat ekki fylgt henni lengur eftir. Hægt er að komast í veiði þarna með stuttum fyrirvara núna í júní. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Laxinn gengin upp á svæði II og III í Blöndu Veiði Frábær tími fyrir ísdorg Veiði Af veiðum í Minnivallalæk og Breiðdalsá Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Breyttar veiðireglur í Soginu Ásgarði Veiði Yfirlýsing frá Skotvís: Týndar rjúpnaskyttur afleiðing sinnuleysis ráðherra Veiði Fékk 4 kílóa urriða í Galtalæk Veiði Rithöfundar á Rangárbökkum Veiði Þingvallaurriðinn gefur sig ekki án fyrirhafnar Veiði Veðrið gerir veiðimönnum lífið leitt Veiði