McIlroy byrjaði með látum á US open 16. júní 2011 23:15 Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. AFP Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. McIlroy var líklegur til afreka á Mastersmótinu á Augusta í apríl allt þar til hann glutraði niður góðu forskoti á lokadeginum með því að leika á 80 höggum. McIlroy virðist vera búinn að hrista það af sér en hann er í ráshóp með Phil Mickelson sem hélt upp á 41. afmælisdaginn en mátti sætta sig við að vera í skugganum af McIlroy. Þrír efstu kylfingar heimslistans, þeir Luke Donald, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjinn Martin Kaymer, léku samtals á 10 höggum yfir pari í dag. Donaldo og Kaymer léku á 74 höggum en Westwood lék á 75 eða fjórum höggum yfir pari. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, hefur titil að verja, en hann lék á 70 höggum eða -1. Y.E Yang frá Kóreu er annar á -3 líkt og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í apríl. Þar á eftir kemur landi hans Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra, Ryan Palmer frá Bandaríkjunum, Alexander Rocha frá Brasilíu, Scott Hend frá Ástralíu, Kyung-tae Kim frá Suður Kóreu og Sergio Garcia frá Spáni. Þeir eru allir á -2 en Garcia komst inn á mótið með því að taka þátt í forkeppni. Á fyrsta keppnisdeg á stórmóti sem þessu er alltaf áhugavert að skoða þá sem eru neðarlega eftir fyrsta keppnisdaginn og má þar nafna Robert Karlsson frá Svíþjóð sem lék á +8, Miquel A. Jimenez frá Spáni +6 og K.J. Choi Suður-Kórea +6. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy byrjaði vel á opna bandaríska meistaramótinu í golfi en hann er á 6 höggum undir pari eftir fyrsta keppnisdaginn á Congressional vellinum. McIlroy fékk 6 fugla og lék aðrar holur á pari, alls 65 högg, og er hann með þriggja högga forskot. McIlroy var líklegur til afreka á Mastersmótinu á Augusta í apríl allt þar til hann glutraði niður góðu forskoti á lokadeginum með því að leika á 80 höggum. McIlroy virðist vera búinn að hrista það af sér en hann er í ráshóp með Phil Mickelson sem hélt upp á 41. afmælisdaginn en mátti sætta sig við að vera í skugganum af McIlroy. Þrír efstu kylfingar heimslistans, þeir Luke Donald, Lee Westwood frá Englandi og Þjóðverjinn Martin Kaymer, léku samtals á 10 höggum yfir pari í dag. Donaldo og Kaymer léku á 74 höggum en Westwood lék á 75 eða fjórum höggum yfir pari. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, hefur titil að verja, en hann lék á 70 höggum eða -1. Y.E Yang frá Kóreu er annar á -3 líkt og Charl Schwartzel frá Suður-Afríku sem sigraði á Mastersmótinu í apríl. Þar á eftir kemur landi hans Louis Oosthuizen sem sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra, Ryan Palmer frá Bandaríkjunum, Alexander Rocha frá Brasilíu, Scott Hend frá Ástralíu, Kyung-tae Kim frá Suður Kóreu og Sergio Garcia frá Spáni. Þeir eru allir á -2 en Garcia komst inn á mótið með því að taka þátt í forkeppni. Á fyrsta keppnisdeg á stórmóti sem þessu er alltaf áhugavert að skoða þá sem eru neðarlega eftir fyrsta keppnisdaginn og má þar nafna Robert Karlsson frá Svíþjóð sem lék á +8, Miquel A. Jimenez frá Spáni +6 og K.J. Choi Suður-Kórea +6.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira