Monty gagnrýnir harðlega hvernig valið var í ráshópa á US Open 16. júní 2011 17:30 Lee Westwood er annar í röðinni á heimslistanum í golfi. AFP Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. „Monty“ er einn sá reyndasti í faginu og hann segir að þetta sé versta ákvörðun sem gerð hafi verið á stórmóti í golfi. Þrír efstu kylfinganir á heimslistanum eru saman í ráshóp, þeir Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer, og engin tilviljun réði þeirri ákvörðun mótshaldara. Tiger Woods er ekki á meðal keppenda og mótshaldarar vildu auka sjónvarpsáhorfið með öllum tiltækum ráðum. Spánverjarnir Miguel Angel Jimenez, Sergio Garcia og Alvaro Quiros eru t.d. saman í ráshóp. Og „Monty“ gagnrýnir harðlega þá ákvörðun að hafa ítölsku bræðurnar Eduardo og Francesco Molinari saman í ráshóp með ítalska ungstirninu Matteo Manassero. „Þetta er það versta sem gert hefur verið á stórmóti frá upphafi. Að mínu mati er þetta skortur á skynsemi. Hver setur bræður saman í ráshóp?, og meira að segja tískan fær að ráða því hvernig var valið,“ sagði „Monty“ og vitnaði þar í að Rickie Fowler og Ian Poulter eru saman í ráshóp. „Ég hef leikið á 60 stórmótum, og þetta er það versta sem ég hef séð. USGA fór langt yfir strikið,“ sagði Monty. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Skotinn Colin Montgomerie, sem var fyrirliði Ryderliðs Evrópu í síðustu keppni, er alls ekki sáttur við hvernig mótshaldarar á opna bandaríska meistaramótinu röðuðu kylfingum í ráshópa fyrstu tvo keppnisdagana. „Monty“ er einn sá reyndasti í faginu og hann segir að þetta sé versta ákvörðun sem gerð hafi verið á stórmóti í golfi. Þrír efstu kylfinganir á heimslistanum eru saman í ráshóp, þeir Luke Donald, Lee Westwood og Martin Kaymer, og engin tilviljun réði þeirri ákvörðun mótshaldara. Tiger Woods er ekki á meðal keppenda og mótshaldarar vildu auka sjónvarpsáhorfið með öllum tiltækum ráðum. Spánverjarnir Miguel Angel Jimenez, Sergio Garcia og Alvaro Quiros eru t.d. saman í ráshóp. Og „Monty“ gagnrýnir harðlega þá ákvörðun að hafa ítölsku bræðurnar Eduardo og Francesco Molinari saman í ráshóp með ítalska ungstirninu Matteo Manassero. „Þetta er það versta sem gert hefur verið á stórmóti frá upphafi. Að mínu mati er þetta skortur á skynsemi. Hver setur bræður saman í ráshóp?, og meira að segja tískan fær að ráða því hvernig var valið,“ sagði „Monty“ og vitnaði þar í að Rickie Fowler og Ian Poulter eru saman í ráshóp. „Ég hef leikið á 60 stórmótum, og þetta er það versta sem ég hef séð. USGA fór langt yfir strikið,“ sagði Monty.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Fleiri fréttir Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira