Laxá í Kjós í góðum málum Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2011 15:41 Mynd: www.hreggnasi.is Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri. Lax sást í Laxfossi og Kvíslarfossi fyrir hálfum mánuði og það sem mest er um vert er að snjóalög í fjöllum eru meiri en í háa herrans tíð. Þeir, sem gerst þekkja til mála, fullyrða að þótt ekki kæmi rigningardropi úr lofti í allt sumar þá verði vatnsbúskapurinn í lagi langt fram eftir sumri. Hér er linkur á myndband þar sem lax er að ganga upp Kvíslafoss. Það er alltaf jafn gaman að sjá þetta. https://hreggnasi.is/en/videos.html?task=play&id=10&sl=latest Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Nú er aðeins vika þar til að laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Bugðu. Veiði hefur verið með ágætum undanfarin ár þrátt fyrir mikil þurrkasumur en að þessu sinni eru horfur allt aðrar og betri. Lax sást í Laxfossi og Kvíslarfossi fyrir hálfum mánuði og það sem mest er um vert er að snjóalög í fjöllum eru meiri en í háa herrans tíð. Þeir, sem gerst þekkja til mála, fullyrða að þótt ekki kæmi rigningardropi úr lofti í allt sumar þá verði vatnsbúskapurinn í lagi langt fram eftir sumri. Hér er linkur á myndband þar sem lax er að ganga upp Kvíslafoss. Það er alltaf jafn gaman að sjá þetta. https://hreggnasi.is/en/videos.html?task=play&id=10&sl=latest Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa ehf
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði