Laxinn mættur í Sogið Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2011 09:19 Mynd: www.svfr.is Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna. Hins vegar var hann í allbetra færi veiðiþjófurinn sem var gómaður í Alviðru í gær með Tobyspón. Tekið var niður bílnúmer viðkomandi, myndir teknar og hann væntanlega kærður í fyrramálið. Þó er veitt á tveimur silungasvæðum í Soginu, fyrir landi Þrastarlundar og Ásgarðs. Kæmi það ekki á óvart þó að veiðimenn á þessum svæðum kræktu í lax áður en að formlegt laxveiðitímabil hefst í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði
Lax er genginn í Sogið og sáust til að mynda þrír laxar á Öldunni, ofan af brúnni við Þrastarlund, síðastliðinn laugardag. Það voru nemendur og kennarar á flugukastnámskeiði Veiðiflugna sem sáu laxana ofan af brúnni. Ekki var inni í myndinni að kasta á þann silfraða, veiði er ekki leyfð á svæðinu fyrr en síðla þessa mánaðar, og aðeins notast við bómullarhnoðra á línuendanum við kennsluna. Hins vegar var hann í allbetra færi veiðiþjófurinn sem var gómaður í Alviðru í gær með Tobyspón. Tekið var niður bílnúmer viðkomandi, myndir teknar og hann væntanlega kærður í fyrramálið. Þó er veitt á tveimur silungasvæðum í Soginu, fyrir landi Þrastarlundar og Ásgarðs. Kæmi það ekki á óvart þó að veiðimenn á þessum svæðum kræktu í lax áður en að formlegt laxveiðitímabil hefst í ánni. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Róleg veiði en margir við bakkann Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Þúsund lítra olíutankur á botni Mývatns Veiði Fæðisskylda afnumin eftir 15. júlí í Laxá Veiði 110 sm lax úr Vatnsdalsá Veiði Aðeins ein helgi eftir til rjúpnaveiða Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Viðrar illa fyrir fyrsta veiðidaginn í Þingvallavatni Veiði Laxveiðin 2011 - Bráðabirgðatölur Veiði