Þrír efstu kylfingar heimslistans verða saman í ráshóp Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 12. júní 2011 08:00 Luke Donald er efstur á heimslistanum. AP Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum en hann verður í ráshóp með landa sínum Lee Westwood og Þjóðverjanum Martin Kaymer. Donald og Westwood eiga enn eftir að brjóta ísinn og sigra á einu af fjórum stórmótum hvers árs. Mótið fer fram á Congressional vellinum í Bethesda, Maryland. Tiger Woods verður ekki á meðal keppanda á mótinu í ár vegna meiðsla. Hann hefur ekki misst af þessu móti s.l. 15 ár en Woods er meiddur á hné og hásin. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sem varð annar á opna bandaríska meistaramótinu fyrir ári síðan verður í ráshóp með Bandaríkjamanninum Dustin Johnson og Norður-Íranum Rory McIlroy. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þrír efstu kylfingar heimslistans í golfi verða saman í ráshóp fyrstu tvo keppnisdagana á opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Graeme McDowell frá Norður-Írlandi, sem hefur titil að verja á mótinu, verður í ráshóp með Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku. Oosthuizen sigraði sem kunnugt er á opna breska meistaramótinu en með þeim í ráshóp verður áhugamaðurinn Peter Uihlein sem sigraði á opna bandaríska meistaramótinu. Luke Donald frá Englandi er efstur á heimslistanum en hann verður í ráshóp með landa sínum Lee Westwood og Þjóðverjanum Martin Kaymer. Donald og Westwood eiga enn eftir að brjóta ísinn og sigra á einu af fjórum stórmótum hvers árs. Mótið fer fram á Congressional vellinum í Bethesda, Maryland. Tiger Woods verður ekki á meðal keppanda á mótinu í ár vegna meiðsla. Hann hefur ekki misst af þessu móti s.l. 15 ár en Woods er meiddur á hné og hásin. Phil Mickelson frá Bandaríkjunum sem varð annar á opna bandaríska meistaramótinu fyrir ári síðan verður í ráshóp með Bandaríkjamanninum Dustin Johnson og Norður-Íranum Rory McIlroy.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn Færeyjar - Ísland | Loka mótinu gegn færeyskum frænkum Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira