Fyrsti laxinn kominn úr Andakílsá Karl Lúðvíksson skrifar 29. júní 2011 00:01 Mynd: www.svfr.is Fyrsti laxinn kom úr Andakílsá í gær samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum. Var þar á ferðinni 82 cm hrygna sem veiddist um miðbik árinnar. Að sögn Valgeirs Smára Óskarssonar var ekki skráður lax í veiðibók við komu. Fyrir utan hrygnuna stóru þá sáu þau ekki mikið meira líf. Þess má geta að laxinn sem veiddist fékkst ofan við manngerða stíflu sem búið er að setja upp við Andakílsá. Ástæða þeirrar framkvæmdar var að freista þess að spyrna við mikilli fjölgun Flundru á hrygningarsvæðum árinnar. Mjög líklegt verður að telja, og sér í lagi í ljósi þess að fyrsti laxinn fékkst ofan við garðinn, að þar sé kominn álitlegasti veiðistaður. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði
Fyrsti laxinn kom úr Andakílsá í gær samkvæmt upplýsingum frá veiðimönnum. Var þar á ferðinni 82 cm hrygna sem veiddist um miðbik árinnar. Að sögn Valgeirs Smára Óskarssonar var ekki skráður lax í veiðibók við komu. Fyrir utan hrygnuna stóru þá sáu þau ekki mikið meira líf. Þess má geta að laxinn sem veiddist fékkst ofan við manngerða stíflu sem búið er að setja upp við Andakílsá. Ástæða þeirrar framkvæmdar var að freista þess að spyrna við mikilli fjölgun Flundru á hrygningarsvæðum árinnar. Mjög líklegt verður að telja, og sér í lagi í ljósi þess að fyrsti laxinn fékkst ofan við garðinn, að þar sé kominn álitlegasti veiðistaður. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hopar bleikjan nyrðra fyrir sjóbirtingi? Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði 108 sm hængur úr Hnausastreng Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Eystri Rangá Veiði