Góður gangur í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 28. júní 2011 20:48 Mynd: www.svfr.is Í gærkveldi voru komnir 65 laxar á land úr Elliðaánum. Þetta samsvarar rúmlega tveimur löxum á hverja dagsstöng frá því að veiði hófst þann 21. júní. Samkvæmt veiðivörðum er ástandið prýðisgott. 28 laxar gengu fram teljarann í nótt, og flugustangir byrjaðar að fá kvótann ofan Árbæjarstíflu. Straumur fer nú smá saman stækkandi og ef veiðin nú gefur vísbendingar um það sem koma skal, er engu að kvíða með árnar í sumar. Líkt og áður segir eru komnir 65 laxar á land, og þýðir samsvarar því að veiddir laxar eru tveir á hvern stangardag. Þess má geta að meðal manna gengur nú skemmtilegt myndskeið tekið í ánum fyrir skömmu. Þar festi veiðimaðurinn myndavél á sig áður en lax tekur. Hér er linkur þar sem hægt er að sjá myndskeiðið: http://www.youtube.com/user/TheChrysophylax#p/a/u/0/-LmZb2g0QD0 Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði
Í gærkveldi voru komnir 65 laxar á land úr Elliðaánum. Þetta samsvarar rúmlega tveimur löxum á hverja dagsstöng frá því að veiði hófst þann 21. júní. Samkvæmt veiðivörðum er ástandið prýðisgott. 28 laxar gengu fram teljarann í nótt, og flugustangir byrjaðar að fá kvótann ofan Árbæjarstíflu. Straumur fer nú smá saman stækkandi og ef veiðin nú gefur vísbendingar um það sem koma skal, er engu að kvíða með árnar í sumar. Líkt og áður segir eru komnir 65 laxar á land, og þýðir samsvarar því að veiddir laxar eru tveir á hvern stangardag. Þess má geta að meðal manna gengur nú skemmtilegt myndskeið tekið í ánum fyrir skömmu. Þar festi veiðimaðurinn myndavél á sig áður en lax tekur. Hér er linkur þar sem hægt er að sjá myndskeiðið: http://www.youtube.com/user/TheChrysophylax#p/a/u/0/-LmZb2g0QD0
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Langá á Mýrum komin yfir 2.600 laxa Veiði