Flytur út tónlist 27. júní 2011 11:48 Apparat Organ Quartet gerði samning fyrir umboðsskrifstofuna Mynd: Projekta Ný umboðsskrifstofa hefur verið sett á laggirnar sem sérhæfir sig í ráðgjöf og útflutningi tónlistar. Fyrirtækið, sem hefur hlotið nafnið PROJEKTA, er starfrækt af John Rogers, stofnanda Brainlove plötuútgáfunnar, Vasilis Panagiotopoulos, umboðsmanni og kynningarfulltrúa, og Hildi Maral Hamíðsdóttur, viðburðastjórnanda og kynningarfulltrúa, en þau hafa öll starfað lengi innan tónlistargeirans á ólíkum sviðum. PROJEKTA gerir út frá London, Brussel og Reykjavík og fer listinn yfir hljómsveitir á mála hjá fyrirtækinu ört stækkandi, samkvæmt tilkynningu. Nú síðast var það hin goðsagnakennda sveit Apparat Organ Quartet sem bættist við listann en hljómsveitin gerði nýlega samning við danska plötufyrirtækið Crunchy Frog um útgáfu plötunnar Pólýfóníu á erlendri grundu. Pólýfónía kom út á Íslandi á vegum 12 Tóna síðla ársins 2010 og hlaut feikigóða dóma, en hún mun prýða stræti Evrópu frá og með september þegar hún kemur út hjá Crunchy Frog. Í kjölfarið stefnir hljómsveitin á tónleikahald í Evrópu til að fylgja útgáfunni eftir. Aðrar hljómsveitir á mála hjá PROJEKTA eru gríska sveitin FILM, hin íslenska Rökkurró og breska sveitin Napoleon IIIrd sem er nýbúin að gefa út aðra plötu sína við góðar undirtektir. Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Ný umboðsskrifstofa hefur verið sett á laggirnar sem sérhæfir sig í ráðgjöf og útflutningi tónlistar. Fyrirtækið, sem hefur hlotið nafnið PROJEKTA, er starfrækt af John Rogers, stofnanda Brainlove plötuútgáfunnar, Vasilis Panagiotopoulos, umboðsmanni og kynningarfulltrúa, og Hildi Maral Hamíðsdóttur, viðburðastjórnanda og kynningarfulltrúa, en þau hafa öll starfað lengi innan tónlistargeirans á ólíkum sviðum. PROJEKTA gerir út frá London, Brussel og Reykjavík og fer listinn yfir hljómsveitir á mála hjá fyrirtækinu ört stækkandi, samkvæmt tilkynningu. Nú síðast var það hin goðsagnakennda sveit Apparat Organ Quartet sem bættist við listann en hljómsveitin gerði nýlega samning við danska plötufyrirtækið Crunchy Frog um útgáfu plötunnar Pólýfóníu á erlendri grundu. Pólýfónía kom út á Íslandi á vegum 12 Tóna síðla ársins 2010 og hlaut feikigóða dóma, en hún mun prýða stræti Evrópu frá og með september þegar hún kemur út hjá Crunchy Frog. Í kjölfarið stefnir hljómsveitin á tónleikahald í Evrópu til að fylgja útgáfunni eftir. Aðrar hljómsveitir á mála hjá PROJEKTA eru gríska sveitin FILM, hin íslenska Rökkurró og breska sveitin Napoleon IIIrd sem er nýbúin að gefa út aðra plötu sína við góðar undirtektir.
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“