Tekur íslenska þjóðsönginn í gítarsólói Birgir Örn Steinarsson skrifar 23. júní 2011 13:21 Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Gítarleikari hljómsveitarinnar The Vintage Caravan, Óskar Logi Ágústsson, hefur þegar komið sem stormsveipur inn í íslenskt tónleikalíf með ærslafullum gítarleik sínum og öryggi. Sannkölluð gítarhetja þrátt fyrir að eiga enn nokkur ár í tvítugt. Piltarnir í sveitinni undirbúa sig nú fyrir stærsta gigg ferils þeirra, er þeir koma fram á Bestu útihátíðinni eftir tvær vikur. Þeir sem hafa hlustað á samnefnda frumraun sveitarinnar er kom út fyrir skemmstu vita að hér svífur hipparokkið yfir vötnum og auðheyrt að Óskar Logi hefur hlustað mikið á gítarhetjuna Jimi Hendrix. Óskar þekkir feril hans vel og er heillaður af framkomu hans á Woodstock hátíðinni þar sem Hendrix spilaði sig inn á spjöld sögunnar með því að taka bandaríska þjóðsönginn í gítarsólói. Óskar sér hér leik á borði og undirbýr að taka íslenska þjóðsönginn á Gaddstaðaflötum í svipuðum stíl og goðið hans gerði fyrir rétt rúmlega fjörtíu árum síðan á Woodstock. Hér fyrir ofan má sjá The Vintage Caravan flytja lagið Black Swan á tónleikum fyrr í mánuðinum. Hljómsveitin kemur fram á laugardagskvöldinu á Bestu útihátíðinni. Fylgist með The Vintage Caravan á Facebook. Fylgist með Vasadiskó á Facebook.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira