Gaman að byrja svona vel 21. júní 2011 13:30 Emilía Borgþórsdóttir. Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður hlaut gullverðlaun á stærstu húsgagnasýningu Bandaríkjanna, NeoCon, sem haldin er árlega í Chicago. Verðlaunin þykja mikill heiður og reynist mörgum stökkpallur í fremstu línu hönnuða á heimsvísu. Emilía fékk verðlaun í flokki sófaborða en sérstaka athygli vekur ytra að fyrsta vara hönnuðar, eins og raunin er með borð hennar, hljóti svo stóra viðurkenningu. "Ég var fyrir það fyrsta alveg nógu ánægð með að fá að taka þátt í þessari sýningu og var því ekkert að spá í verðlaunin. Þetta var því óvænt ánægja og bara meiriháttar," segir Emilía þegar Fréttablaðið nær af henni tali. Borðin, sem kallast Sebastopol, eru nýkomin á markað, en Coalesse framleiðir þau. Coalesse er dótturfyrirtæki stærsta húsgagnafyrirtækis í heimi, Steelcase Inc. "Þessar sýningar eru mjög mikilvægar fyrir hönnuði þar sem að þangað mæta innanhússhönnuðir til að sjá hvaða nýjungar eru í boði og versla fyrir kúnnana sína. Borðin mín eru nýr vinkill á sófaborð þar sem ég lék mér með rúmfræðina og formið og borðin eiga að geta þjónað öllum þörfum manns án þess að taka of mikið pláss." Emilía segir að þörfin hafi kveikt hugmyndina. Hún þekki það hjá sjálfri sér, vinum og kunningjum, hvað stórt sófaborð geti tekið mikið pláss í minni stofum en samt vilji maður geta haft borð þar sem hægt er að nota fyrir saumaklúbbinn, sjónvarpskvöld og svo framvegis. "Mig langaði að athuga hvort ég gæti ekki brotið form sófaborðsins upp, gert það nettara og passa um leið að það samsvaraði sér vel. Úr varð að ég byrjaði með ferkantaða plötu og skoðaði í bak og fyrir hvaða horn ég gæti skorið af án þess að það kæmi niður á notkunarmöguleikum borðsins." Borðunum má raða upp nokkrum saman endilangt eða láta þau mynda þyrpingu auk þess að hafa eitt og eitt á stangli. Þau koma í nokkrum litum og tveimur stærðum. Emilía útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Art Institute of California árið 2009. Hún hefur síðan þá verið í eigin rekstri þar sem hún býr í San Francisco og hefur tekið að sér ýmis verkefni. Hún hefur einnig þann óvenjulega bakgrunn að vera menntaður sjúkraþjálfari. Emilía segir þá menntun gagnast sér vel því hún hafi það alltaf ofarlega í huga að hún sé að hanna húsgögn fyrir mannslíkamann. "Það er virkilega gaman að byrja svona vel, vera tekinn alvarlega sem hönnuður og komast að hjá svona stóru fyrirtæki." juliam@frettabladid.is Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður hlaut gullverðlaun á stærstu húsgagnasýningu Bandaríkjanna, NeoCon, sem haldin er árlega í Chicago. Verðlaunin þykja mikill heiður og reynist mörgum stökkpallur í fremstu línu hönnuða á heimsvísu. Emilía fékk verðlaun í flokki sófaborða en sérstaka athygli vekur ytra að fyrsta vara hönnuðar, eins og raunin er með borð hennar, hljóti svo stóra viðurkenningu. "Ég var fyrir það fyrsta alveg nógu ánægð með að fá að taka þátt í þessari sýningu og var því ekkert að spá í verðlaunin. Þetta var því óvænt ánægja og bara meiriháttar," segir Emilía þegar Fréttablaðið nær af henni tali. Borðin, sem kallast Sebastopol, eru nýkomin á markað, en Coalesse framleiðir þau. Coalesse er dótturfyrirtæki stærsta húsgagnafyrirtækis í heimi, Steelcase Inc. "Þessar sýningar eru mjög mikilvægar fyrir hönnuði þar sem að þangað mæta innanhússhönnuðir til að sjá hvaða nýjungar eru í boði og versla fyrir kúnnana sína. Borðin mín eru nýr vinkill á sófaborð þar sem ég lék mér með rúmfræðina og formið og borðin eiga að geta þjónað öllum þörfum manns án þess að taka of mikið pláss." Emilía segir að þörfin hafi kveikt hugmyndina. Hún þekki það hjá sjálfri sér, vinum og kunningjum, hvað stórt sófaborð geti tekið mikið pláss í minni stofum en samt vilji maður geta haft borð þar sem hægt er að nota fyrir saumaklúbbinn, sjónvarpskvöld og svo framvegis. "Mig langaði að athuga hvort ég gæti ekki brotið form sófaborðsins upp, gert það nettara og passa um leið að það samsvaraði sér vel. Úr varð að ég byrjaði með ferkantaða plötu og skoðaði í bak og fyrir hvaða horn ég gæti skorið af án þess að það kæmi niður á notkunarmöguleikum borðsins." Borðunum má raða upp nokkrum saman endilangt eða láta þau mynda þyrpingu auk þess að hafa eitt og eitt á stangli. Þau koma í nokkrum litum og tveimur stærðum. Emilía útskrifaðist sem iðnhönnuður frá Art Institute of California árið 2009. Hún hefur síðan þá verið í eigin rekstri þar sem hún býr í San Francisco og hefur tekið að sér ýmis verkefni. Hún hefur einnig þann óvenjulega bakgrunn að vera menntaður sjúkraþjálfari. Emilía segir þá menntun gagnast sér vel því hún hafi það alltaf ofarlega í huga að hún sé að hanna húsgögn fyrir mannslíkamann. "Það er virkilega gaman að byrja svona vel, vera tekinn alvarlega sem hönnuður og komast að hjá svona stóru fyrirtæki." juliam@frettabladid.is
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira