Veiði hafin á öllum svæðum Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2011 12:59 Svalbarðsá í Þistilfirði Myndaf www.hreggnasi.is Veiði er nú hafin í öllum ánum sem Veiðifélagið Hreggnasi er með á leigu og selur veiðileyfi í. Góð veiði hefur verið í Korpu og byrjunin í Svalbarðsá í Þistilfirði lofar mjög góðu. Gljúfurá í Húnaþingi var opnuð í gær og þar fékkst einn lax og nokkrar bleikjur. Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist eftir stórstreymið nú um helgina og á morgun. Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa segir að nú hafi veiðst tæplega 30 laxar í Korpu en veiði hófst í ánni 23. júní sl. Það verður að teljast góður árangur í vertíðarbyrjun en veitt er á tvær stangir. Veiði hófst í Svalbarðsá sl. föstudag. Vanir menn, sem verið hafa í opnun árinnar í meira en áratug, voru við veiðar. Þegar þeir hættu á hádegi í dag höfðu fengist 11 laxar og var það allt stórlax. Aðstæður voru með erfiðara móti en mikið vatn er í ánni. Að sögn Jóns Þórs hefur veiðin í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu verið fremur róleg en áberandi batamerki hafa þó verið á veiðinni sl. tvo daga. Stærsti straumur er á morgun og menn vona að það muni skila sér í góðum laxagöngum í árnar. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði
Veiði er nú hafin í öllum ánum sem Veiðifélagið Hreggnasi er með á leigu og selur veiðileyfi í. Góð veiði hefur verið í Korpu og byrjunin í Svalbarðsá í Þistilfirði lofar mjög góðu. Gljúfurá í Húnaþingi var opnuð í gær og þar fékkst einn lax og nokkrar bleikjur. Rólegt hefur verið yfir veiðinni í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu en menn eru vongóðir um að veiðin glæðist eftir stórstreymið nú um helgina og á morgun. Jón Þór Júlíusson hjá Hreggnasa segir að nú hafi veiðst tæplega 30 laxar í Korpu en veiði hófst í ánni 23. júní sl. Það verður að teljast góður árangur í vertíðarbyrjun en veitt er á tvær stangir. Veiði hófst í Svalbarðsá sl. föstudag. Vanir menn, sem verið hafa í opnun árinnar í meira en áratug, voru við veiðar. Þegar þeir hættu á hádegi í dag höfðu fengist 11 laxar og var það allt stórlax. Aðstæður voru með erfiðara móti en mikið vatn er í ánni. Að sögn Jóns Þórs hefur veiðin í Grímsá og Laxá í Kjós og Bugðu verið fremur róleg en áberandi batamerki hafa þó verið á veiðinni sl. tvo daga. Stærsti straumur er á morgun og menn vona að það muni skila sér í góðum laxagöngum í árnar. Birt með góðfúslegu leyfi Hreggnasa
Stangveiði Mest lesið Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði Miðfjarðará opnaði með 30 laxa holli Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Fimm laxveiðiár komnar yfir 1.000 laxa Veiði Fimmta tölublað Veiðislóðar komið út Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði Rétt og rangt við veitt og sleppt Veiði Laxá í Dölum gaf 34 laxa í gær Veiði Fiskurinn tregur í köldu Þingvallavatni Veiði Krakkarnir eru mættir á bryggjurnar Veiði