Darren Clarke djammaði í alla nótt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. júlí 2011 23:00 Clarke á blaðamannafundinum í morgun. Nordic Photos/AFP Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun. „Ég hef horft á bikarinn í alla nótt og er að átta mig á því að hann sé minn," sagði þreytulegur Clarke á blaðamannafundinum í morgun. „Ég sef líklega ekkert fyrr en á morgun. Maður verður að njóta þess meðan maður getur. Ég drakk þónokkur glös af bjór og þónokkur af rauðvíni og gamaninu lauk fyrir 30 mínútum. Þetta var mjög skemmtileg nótt," sagði Clarke. Clarke neitaði því að hann hefði drukkið úr bikarnum sjálfum. „Mér finnst skrýtið að setja eitthvað í bikarinn sem á ekki heima þar. Það er ekkert í honum ennþá. Það gæti þó breyst eftir því sem líður á vikuna," sagði Clarke léttur við fréttamenn. Clarke tileinkaði sigurinn sonum sínum tveimur, Tyrone og Conor í Portrush á Norður-Írlandi, ásamt eiginkonu sinni Heather sem lést árið 2006 eftir baráttu við brjóstakrabbamein. „Tyrne var mjög ánægður, mjög stoltur. Hann sagðist ætla að segja öllum að pabbi sinni hefði unnið Opna breska. Conor vildi vita í hvað hann gæti varið öllum peningnum. Þannig að viðbrögð þeirra voru misjöfn, en báðir mjög ánægðir." Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Norður-Írinn Darren Clarke, sigurvegari á Opna breska meistaramótinu í golfi, var þreytulegur að sjá þegar hann mætti á blaðamannafund í Sandwich í morgun. Ástæðan var ekki sú að Clarke var andvaka eftir sigurinn heldur stóðu fagnaðarlætin fram á morgun. „Ég hef horft á bikarinn í alla nótt og er að átta mig á því að hann sé minn," sagði þreytulegur Clarke á blaðamannafundinum í morgun. „Ég sef líklega ekkert fyrr en á morgun. Maður verður að njóta þess meðan maður getur. Ég drakk þónokkur glös af bjór og þónokkur af rauðvíni og gamaninu lauk fyrir 30 mínútum. Þetta var mjög skemmtileg nótt," sagði Clarke. Clarke neitaði því að hann hefði drukkið úr bikarnum sjálfum. „Mér finnst skrýtið að setja eitthvað í bikarinn sem á ekki heima þar. Það er ekkert í honum ennþá. Það gæti þó breyst eftir því sem líður á vikuna," sagði Clarke léttur við fréttamenn. Clarke tileinkaði sigurinn sonum sínum tveimur, Tyrone og Conor í Portrush á Norður-Írlandi, ásamt eiginkonu sinni Heather sem lést árið 2006 eftir baráttu við brjóstakrabbamein. „Tyrne var mjög ánægður, mjög stoltur. Hann sagðist ætla að segja öllum að pabbi sinni hefði unnið Opna breska. Conor vildi vita í hvað hann gæti varið öllum peningnum. Þannig að viðbrögð þeirra voru misjöfn, en báðir mjög ánægðir."
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira