Tiger Woods gaf Darren Clarke góð ráð fyrir lokadaginn 17. júlí 2011 20:12 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. AFP Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. Clarke landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti í dag en hann vildi ekki tjá sig um hvaða ráð Woods hefði gefið Clarke. „Ég fékk tvö mjög góð skilaboð frá Tiger,“ sagði hinn 42 ára gamli Clarke sem er elsti sigurvegarinn á þessu móti frá því að Roberto de Vicenzo sigraði árið 1967. „Ég fékk ráðleggingar frá Tiger, og þau virkuðu,“ bætti Clarke við en Woods var ekki á meðal keppenda á mótinu í ár vegna meiðsla á hné og hásin. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum en Clarke vann Woods í úrslitum heimsmótsins í holukeppni árið 2000. „Mér líður gríðarlega vel núna, ef ég á að vera heiðarlegur. Ég hef látið mig dreyma um að vinna þetta mót frá því ég var strákur. Það gera allir krakkar sem stunda golf, og það er ótrúlegt að upplifa það að hafa náð þessu takmarki,“ sagði Clarke á fundi með fréttamönnum. Hann tileinkaði sonum sínum Tyrone og Conor sigurinn. „Þessi var fyrir strákana mína, þeir léku golf í morgun á Royal Portrush í morgun og horfðu síðan á mótið í sjónvarpinu,“ sagði Clarke en hann minntist einnig á fyrrum eiginkonu sína, Heather, sem lést úr krabbameini árið 2006 aðeins 39 ára gömul. „Það er örugglega einhver þarna uppi að fylgjast með mér og ég veit að hún er stolt af mér. Þetta er búið að vera langt ferðalag, ég yngist ekki, og ef þetta verður eini sigur minn á stórmóti þá veit ég gerði mitt besta. Það dugði til sigurs að þessu sinni. Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods og Darren Clarke eru miklir vinir og Woods gaf Norður-Íranum góð ráð fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu. Clarke landaði sínum fyrsta sigri á stórmóti í dag en hann vildi ekki tjá sig um hvaða ráð Woods hefði gefið Clarke. „Ég fékk tvö mjög góð skilaboð frá Tiger,“ sagði hinn 42 ára gamli Clarke sem er elsti sigurvegarinn á þessu móti frá því að Roberto de Vicenzo sigraði árið 1967. „Ég fékk ráðleggingar frá Tiger, og þau virkuðu,“ bætti Clarke við en Woods var ekki á meðal keppenda á mótinu í ár vegna meiðsla á hné og hásin. Woods hefur sigrað á 14 stórmótum en Clarke vann Woods í úrslitum heimsmótsins í holukeppni árið 2000. „Mér líður gríðarlega vel núna, ef ég á að vera heiðarlegur. Ég hef látið mig dreyma um að vinna þetta mót frá því ég var strákur. Það gera allir krakkar sem stunda golf, og það er ótrúlegt að upplifa það að hafa náð þessu takmarki,“ sagði Clarke á fundi með fréttamönnum. Hann tileinkaði sonum sínum Tyrone og Conor sigurinn. „Þessi var fyrir strákana mína, þeir léku golf í morgun á Royal Portrush í morgun og horfðu síðan á mótið í sjónvarpinu,“ sagði Clarke en hann minntist einnig á fyrrum eiginkonu sína, Heather, sem lést úr krabbameini árið 2006 aðeins 39 ára gömul. „Það er örugglega einhver þarna uppi að fylgjast með mér og ég veit að hún er stolt af mér. Þetta er búið að vera langt ferðalag, ég yngist ekki, og ef þetta verður eini sigur minn á stórmóti þá veit ég gerði mitt besta. Það dugði til sigurs að þessu sinni.
Golf Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira