Björn á slæmar minningar frá Sandwich Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2011 16:00 Thomas Björn spilaði frábærlega í dag. Nordic Photos/AFP Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár. Á lokahringnum fyrir átta árum fékk Björn skolla á 15. holu. Þrátt fyrir það hafði hann tveggja högga forskot þegar þrjár holur voru eftir og kominn með aðra höndina á Silfurbikarinn. Á 16. holunni fór hins vegar allt úrskeiðis. Upphafshöggið rataði í sandgryfju og það tók hann tíma að komast upp úr henni. Í tveimur fyrstu skotum hans rann kúlan aftur ofan í gryfjuna. Hann spilaði holuna á fimm höggum yfir pari og gaf frá sér sigurinn á mótinu. „Þessi hola skuldar engum neitt frekar en aðrar holur eða aðrir vellir. Ég spilaði frábærlega alla vikuna en klúðraði þessu á 16. holu. Það gerist í golfi,“ sagði Björn við breska fjölmiðla. Á hring dagsins sendi Björn upphafshöggið aftur í sandgryfjuna sem varð til þess að enn fleiri rifjuðu upp baráttu Danans við sandinn fyrir átta árum. Í þetta skiptið var nægur kraftur í högginu, boltinn skoppaði vel og hann púttaði fyrir fugli. Upphaflega átti Björn ekki að vera meðal þátttakenda á mótinu en hann datt inn í kjölfar meiðsla Vijay Singh. Árið hefur verið erfitt hjá Dananum en faðir hans lést fyrr á árinu. „Ég held að hann hefði verið mjög stoltur af spilamennsku minni í dag,“ sagði Björn. Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Daninn Thomas Björn er efstur þegar líður að lokum fyrsta dags á Opna breska meistaramótinu í golfi. Björn spilaði á fimm höggum undir pari í dag. Björn hefur aldrei unnið stórmót en komst næst því á Royal St. George's vellinum fyrir átta árum. Sama velli og mótið fer fram í ár. Á lokahringnum fyrir átta árum fékk Björn skolla á 15. holu. Þrátt fyrir það hafði hann tveggja högga forskot þegar þrjár holur voru eftir og kominn með aðra höndina á Silfurbikarinn. Á 16. holunni fór hins vegar allt úrskeiðis. Upphafshöggið rataði í sandgryfju og það tók hann tíma að komast upp úr henni. Í tveimur fyrstu skotum hans rann kúlan aftur ofan í gryfjuna. Hann spilaði holuna á fimm höggum yfir pari og gaf frá sér sigurinn á mótinu. „Þessi hola skuldar engum neitt frekar en aðrar holur eða aðrir vellir. Ég spilaði frábærlega alla vikuna en klúðraði þessu á 16. holu. Það gerist í golfi,“ sagði Björn við breska fjölmiðla. Á hring dagsins sendi Björn upphafshöggið aftur í sandgryfjuna sem varð til þess að enn fleiri rifjuðu upp baráttu Danans við sandinn fyrir átta árum. Í þetta skiptið var nægur kraftur í högginu, boltinn skoppaði vel og hann púttaði fyrir fugli. Upphaflega átti Björn ekki að vera meðal þátttakenda á mótinu en hann datt inn í kjölfar meiðsla Vijay Singh. Árið hefur verið erfitt hjá Dananum en faðir hans lést fyrr á árinu. „Ég held að hann hefði verið mjög stoltur af spilamennsku minni í dag,“ sagði Björn.
Golf Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira