Veiðin á heiðunum farin að glæðast við hlýindin Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2011 13:43 Kolbeinn Ingólfsson með fallegan urriða úr ónefndu vatni fyrir vestann Mynd: Ingólfur Kolbeinsson Af þeim veiðimönnum sem Veiðivísir hefur haft spurnir af á hálendinu eru menn sammála um að veiðin sé núna loksins að fara almennilega af stað. Um síðustu helgi fréttum við af mönnum við Baulárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Hraunsfjarðarlón sem voru búnir að veiða ágætlega þrátt fyrir glampandi sól, en mesta veiðin var þó á morgnana og seinni partinn. Eins fréttum við af holli sem var á Arnarvatnsheiði fyrir fáum dögum og þeir veiddu samtals um 80 fiska af öllum stærðum og mest af því á flugu. Það er ágæt veiði í veiðivötnum þó svo að það sé ekkert í líkingu við veiðina í fyrra en menn sem voru þar síðustu helgi töluðu um að þeir fiskar sem veiddust væru úttroðnir af æti og spikfeitir. Takan væri þó ekki mikil og það væri helst í bleikjuvötnunum þar sem mikið magn væri að veiðast og takan væri góð. Af öðrum vötnum hefur frést af ágætri veiði í Svínavatni, Hópinu, Hítarvatni og Þingvallavatni, en besti tíminn að margra mati er í vatninu þessa dagana þegar bleikjan gengur upp í landgrunnið. Eitthvað hefur veiðst líka í Kleifarvatni og Elliðavatni, en fyrir þá veiðimenn sem eru á leiðinni uppí Elliðavatn, við viljum gefa ykkur eitt gott ráð. Veiðið vatnið eins og dæmigert urriðavatn, notið litla litaða nobblera, litla spúna eins og t.d. Lippuna. Nú þegar bleikjan er á undanhaldi í vatninu hefur urriðanum fjölgað mikið og hann er yfirleitt auðveldari fiskur að veiða þar sem hann er gráðugri. Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði
Af þeim veiðimönnum sem Veiðivísir hefur haft spurnir af á hálendinu eru menn sammála um að veiðin sé núna loksins að fara almennilega af stað. Um síðustu helgi fréttum við af mönnum við Baulárvatn, Hraunsfjarðarvatn og Hraunsfjarðarlón sem voru búnir að veiða ágætlega þrátt fyrir glampandi sól, en mesta veiðin var þó á morgnana og seinni partinn. Eins fréttum við af holli sem var á Arnarvatnsheiði fyrir fáum dögum og þeir veiddu samtals um 80 fiska af öllum stærðum og mest af því á flugu. Það er ágæt veiði í veiðivötnum þó svo að það sé ekkert í líkingu við veiðina í fyrra en menn sem voru þar síðustu helgi töluðu um að þeir fiskar sem veiddust væru úttroðnir af æti og spikfeitir. Takan væri þó ekki mikil og það væri helst í bleikjuvötnunum þar sem mikið magn væri að veiðast og takan væri góð. Af öðrum vötnum hefur frést af ágætri veiði í Svínavatni, Hópinu, Hítarvatni og Þingvallavatni, en besti tíminn að margra mati er í vatninu þessa dagana þegar bleikjan gengur upp í landgrunnið. Eitthvað hefur veiðst líka í Kleifarvatni og Elliðavatni, en fyrir þá veiðimenn sem eru á leiðinni uppí Elliðavatn, við viljum gefa ykkur eitt gott ráð. Veiðið vatnið eins og dæmigert urriðavatn, notið litla litaða nobblera, litla spúna eins og t.d. Lippuna. Nú þegar bleikjan er á undanhaldi í vatninu hefur urriðanum fjölgað mikið og hann er yfirleitt auðveldari fiskur að veiða þar sem hann er gráðugri.
Stangveiði Mest lesið Góð bleikjuveiði við Ásgarð Veiði Bleikjuveiðin fer rólega af stað Veiði Ársskammtur étinn á þremur dögum Veiði Veiðivísir orðinn sýnilegri og kominn á Facebook Veiði Gersemar á bókamörkuðum Veiði Mikil hrognanotkun í Elliðavatni þrátt fyrir bann Veiði Guðrún er staðalbúnaður í hverri veiðiferð Veiði Svona lítur 123 sm stórlax út í mynd Veiði Góð uppskrift að bleikju Veiði Hvar má ég veiða rjúpu? Veiði