Mikið af 2 ára laxi í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2011 09:51 Glæsilegur 2 ára lax úr Eystri Rangá Mynd af www.agn.is Nú eru rúmlega 100 laxar komnir á land úr Eystri Rangá sem er meira en hefur verið á svipuðum tíma undanfarin ár. En það sem vekur sérstaka athygli er að hlutfall 2 ára laxa er alveg með ólíkindum! Af þessum 100 löxum er 6 laxar sem má flokka sem dæmigerða 1 árs laxa. Allt hitt er stórlax. Það er greinilega verið að ná góðum árangri í ræktun því það eru fáar hafbeitarár hvað þá náttúrulegar sem geta státað af þessum hlutföllum. Þetta á þó eftir að breytast eitthvað þegar fyrstu stóru smálaxagöngurnar mæta í árnar. Eystri var frábær í fyrra og það er ekkert annað sem bendir til þess en að sumarið núna verði gott.Gulli í Vesturröst með flottan lax tekinn úr Ármótahyl í Hólsá fyrir fáum dögumVeiðin í Hólsá neðan Ármóta Eystri Rangár og Þverár er líka að taka við sér. Við erum ekki búnir að fá veiðitölur en menn sem hafa verið við ánna hafa séð nokkuð af laxi sem er að ganga í gegnum svæðið, en eitthvað af þessum laxi er þó úr sleppingum af svæðinu sjálfu. Bestu staðirnir eru gjarnan Ártún, breiðan fyrir neðan veiðihúsið og svo auðvitað Ármót fyrir neðan samnefndan búgarð. En sá veiðistaður getur geymt alveg óhemjumagn af laxi. Stangveiði Mest lesið Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Góðar væntingar fyrir komandi veiðisumar Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 50 laxar á 3 dögum úr Skjálfanda Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði
Nú eru rúmlega 100 laxar komnir á land úr Eystri Rangá sem er meira en hefur verið á svipuðum tíma undanfarin ár. En það sem vekur sérstaka athygli er að hlutfall 2 ára laxa er alveg með ólíkindum! Af þessum 100 löxum er 6 laxar sem má flokka sem dæmigerða 1 árs laxa. Allt hitt er stórlax. Það er greinilega verið að ná góðum árangri í ræktun því það eru fáar hafbeitarár hvað þá náttúrulegar sem geta státað af þessum hlutföllum. Þetta á þó eftir að breytast eitthvað þegar fyrstu stóru smálaxagöngurnar mæta í árnar. Eystri var frábær í fyrra og það er ekkert annað sem bendir til þess en að sumarið núna verði gott.Gulli í Vesturröst með flottan lax tekinn úr Ármótahyl í Hólsá fyrir fáum dögumVeiðin í Hólsá neðan Ármóta Eystri Rangár og Þverár er líka að taka við sér. Við erum ekki búnir að fá veiðitölur en menn sem hafa verið við ánna hafa séð nokkuð af laxi sem er að ganga í gegnum svæðið, en eitthvað af þessum laxi er þó úr sleppingum af svæðinu sjálfu. Bestu staðirnir eru gjarnan Ártún, breiðan fyrir neðan veiðihúsið og svo auðvitað Ármót fyrir neðan samnefndan búgarð. En sá veiðistaður getur geymt alveg óhemjumagn af laxi.
Stangveiði Mest lesið Veiðibóka og DVD markaður í Veiðivon Veiði Stutt í 3.000 laxa í Eystri Rangá Veiði Veiðivísir gefur Veiðikortið á Facebook Veiði Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Góðar væntingar fyrir komandi veiðisumar Veiði Kynning á veiðisvæðum Þjórsár Veiði Saga af hrygnu í ánni Liza Veiði 106 sm lax úr Haukadalsá Veiði 50 laxar á 3 dögum úr Skjálfanda Veiði Urriðaveiðin að toppa á Þingvöllum Veiði