Langá loksins að fá stóru göngurnar? Karl Lúðvíksson skrifar 13. júlí 2011 09:13 Veiðistaðurinn Jósef í Langá Mynd af www.svfr.is Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Morgunvaktin í morgun gaf 20 laxa og að sögn starfsmanna þá er greinilega mjög aukin fiskgengd í Langá þessa stundina. Mikið líf er á neðsta svæðinu og lax að ganga af krafti. Lax hefur veiðst í Ármótafljóti svo og í Skriðufljóti á Fjallinu auk hefðbundinna staða líkt og Hellisbreiðu og Bjargstreng. Vatnsstaða er með allra besta móti og enn flæðir yfir klappirnar í vatnsmiðluninni við Langavatn. Að sögn veiðivarðar tryggir það góða vatnsstöðu langt fram eftir ágústmánuði. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR Stangveiði Mest lesið Varaáætlun um jólamat! Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði
Um 250 laxar hafa veiðst í Langá það sem af er. Svo virðist sem að auknar göngur séu þessa stundina og veiðitölur hafa tekið kipp. Morgunvaktin í morgun gaf 20 laxa og að sögn starfsmanna þá er greinilega mjög aukin fiskgengd í Langá þessa stundina. Mikið líf er á neðsta svæðinu og lax að ganga af krafti. Lax hefur veiðst í Ármótafljóti svo og í Skriðufljóti á Fjallinu auk hefðbundinna staða líkt og Hellisbreiðu og Bjargstreng. Vatnsstaða er með allra besta móti og enn flæðir yfir klappirnar í vatnsmiðluninni við Langavatn. Að sögn veiðivarðar tryggir það góða vatnsstöðu langt fram eftir ágústmánuði. Birt með góðfúslegu leyfi SVFR
Stangveiði Mest lesið Varaáætlun um jólamat! Veiði Vikulegar veiðitölur segja ekki allt Veiði Fjórir laxar veiddust í kuldanum í kvöld Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Fjórir stórlaxar á land í Bíldsfelli Veiði Bjarni Júlíussson og Eyrin í Norðurá Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Veiðikeppni um helgina í Hvammsvík í Kjós Veiði Frábær veiði hjá krökkunum í Elliðaánum Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði