Ánægjulegur veiðitúr í Hvannadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 12. júlí 2011 09:55 Mynd af www.lax-a.is Af vef þeirra Lax-Á manna var að finna þessa skemmtilegu frétt: "Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir. Félagarnir sáu talsvert af laxi í ánni, meðal annars 15-20 væna laxa í Árdalsfossi. Var sett í þrjá þeirra en enginn náðist á land. Á föstudeginum setti svo Árni í 94cm hrygnu í Árdalsfljóti, sem að sjálfsögðu var sleppt eftir hressilega viðreign. Í lok veiðitúrs voru sex laxar skráðir í veiðibók." Mynd af www.lax-a.is Eins og sést á þessari mynd eru þetta vænir laxar sem liggja þarna á leið sinni upp ánna. Veiðin í ánum fyrir vestan hefur verið á hægri uppleið síðustu ár og það er kannski spurning hvort þetta verði árið þar sem þær blómstra? Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði
Af vef þeirra Lax-Á manna var að finna þessa skemmtilegu frétt: "Árni Eggertsson sendi okkur línu eftir skemmtilegan veiðitúr í Hvannadalsá 7-9 júlí en þetta var í fyrsta skiptið sem þeir félagar reyndu við ánna. Aðstæður voru erfiðar fyrsta daginn þar sem mikið vatn var í ánni en það fór minnkandi næstu daga á eftir. Félagarnir sáu talsvert af laxi í ánni, meðal annars 15-20 væna laxa í Árdalsfossi. Var sett í þrjá þeirra en enginn náðist á land. Á föstudeginum setti svo Árni í 94cm hrygnu í Árdalsfljóti, sem að sjálfsögðu var sleppt eftir hressilega viðreign. Í lok veiðitúrs voru sex laxar skráðir í veiðibók." Mynd af www.lax-a.is Eins og sést á þessari mynd eru þetta vænir laxar sem liggja þarna á leið sinni upp ánna. Veiðin í ánum fyrir vestan hefur verið á hægri uppleið síðustu ár og það er kannski spurning hvort þetta verði árið þar sem þær blómstra?
Stangveiði Mest lesið Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði Sjóbirtingurinn mættur við Ölfusárós Veiði Hvað sem þú gerir ekki gleyma flugnaneti Veiði 25 urriðar veiddust opnunardaginn í Laxárdal Veiði 38 laxar úr Eystri Rangá í gær Veiði 42 laxar í opnun á Stóru Laxá svæði 4 Veiði Lifnar yfir Hólsá og Eystri Rangá Veiði Urriðinn ennþá í tökustuði á Þingvöllum Veiði Ágæt veiði við Hraun í Ölfusi Veiði Fiskvegur skal gerður fyrir ísaldarurriðann Veiði