Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út 11. júlí 2011 15:42 Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund Landssambands veiðifélaga sem var haldinn dagana 10. - 11. júní sl. Aðalfundurinn var vel sóttur en hann sátu 39 fulltrúar frá 41 veiðifélagi víðsvegar að af landinu, auk stjórnar og gesta. Á aðalfundinum fjölluðu þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor, og Eyvindur G. Gunnarsson, dósent, við Lagadeild Háskóla Íslands um skilgreiningu, markmið og starfsemi veiðifélaga. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar flutti erindi um stofnerfðafræðirannsóknir á löxum. Fram kom að hérlendis virðast vera tveir meginstofnar laxa sem skiptast í marga undirstofna. Þá virðist verulegur erfðafræðilegur munur á íslenskum laxi og laxastofnum nágrannalandanna. Hér er linkur á fréttabréfið: https://angling.is/is/landssamband-vf/frettabref-lv/ Stangveiði Mest lesið 50 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Gott vatnsár framundan í Langá Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði Fer yfir 800 laxa í dag Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Laus stöng í Laxá í Dölum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði
Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út. Í fréttabréfinu er meðal annars fjallað um aðalfund Landssambands veiðifélaga sem var haldinn dagana 10. - 11. júní sl. Aðalfundurinn var vel sóttur en hann sátu 39 fulltrúar frá 41 veiðifélagi víðsvegar að af landinu, auk stjórnar og gesta. Á aðalfundinum fjölluðu þeir Stefán Már Stefánsson, prófessor, og Eyvindur G. Gunnarsson, dósent, við Lagadeild Háskóla Íslands um skilgreiningu, markmið og starfsemi veiðifélaga. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Veiðimálastofnunar flutti erindi um stofnerfðafræðirannsóknir á löxum. Fram kom að hérlendis virðast vera tveir meginstofnar laxa sem skiptast í marga undirstofna. Þá virðist verulegur erfðafræðilegur munur á íslenskum laxi og laxastofnum nágrannalandanna. Hér er linkur á fréttabréfið: https://angling.is/is/landssamband-vf/frettabref-lv/
Stangveiði Mest lesið 50 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Mikil eftirspurn eftir leyfum í minni árnar Veiði Gott vatnsár framundan í Langá Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði RISE fluguveiðihátíð og Veiðisýning 26. mars Veiði Fer yfir 800 laxa í dag Veiði Mjög gott í Straumunum og Norðurá Veiði Laus stöng í Laxá í Dölum Veiði Frábær veiði í Laxá í Dölum Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Laxá í Kjós Veiði