Nicklaus: McIlroy á langt í land í að verða sá besti Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2011 20:30 Jack Nicklaus. Mynd. / AFP Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory Mcllroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku. Mcllroy vann sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Opna Bandaríska Meistaramótinu, en Nicklaus telur að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Írinn sigri hvert stórmótið á fætur öðrum. „Það má ekki afhenda honum verðlaunagripinn strax," sagði Nicklaus við BBC. „Hann er nýbúinn að vinna sitt fyrsta stórmót. Þegar hann hefur afrekað að vinna eitt, tvö eða jafnvel þrjú stórmót í viðbót þá er hægt að tala um hann sem sigurstranglegasta kylfinginn, en ekki strax". „Þangað til er Mcllroy aðeins einn af mörgum hæfileikaríkum kylfingum í heiminum". „Ég held aftur á móti að Mcllroy eigi eftir að sigra fleiri stórmót á ferlinum, hann er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði hinn 71 árs gamli Jack Nicklaus. Opna Breska Meistaramótið fer fram daganna 14.-17. júlí í næstu viku á Royal St George's vellinum, en þetta er í 13. skiptið sem mótið fer fram á þeim velli. Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory Mcllroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku. Mcllroy vann sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Opna Bandaríska Meistaramótinu, en Nicklaus telur að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Írinn sigri hvert stórmótið á fætur öðrum. „Það má ekki afhenda honum verðlaunagripinn strax," sagði Nicklaus við BBC. „Hann er nýbúinn að vinna sitt fyrsta stórmót. Þegar hann hefur afrekað að vinna eitt, tvö eða jafnvel þrjú stórmót í viðbót þá er hægt að tala um hann sem sigurstranglegasta kylfinginn, en ekki strax". „Þangað til er Mcllroy aðeins einn af mörgum hæfileikaríkum kylfingum í heiminum". „Ég held aftur á móti að Mcllroy eigi eftir að sigra fleiri stórmót á ferlinum, hann er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði hinn 71 árs gamli Jack Nicklaus. Opna Breska Meistaramótið fer fram daganna 14.-17. júlí í næstu viku á Royal St George's vellinum, en þetta er í 13. skiptið sem mótið fer fram á þeim velli.
Golf Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti McIlroy skaut niður dróna Golf Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Fótbolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira