Nicklaus: McIlroy á langt í land í að verða sá besti Stefán Árni Pálsson skrifar 10. júlí 2011 20:30 Jack Nicklaus. Mynd. / AFP Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory Mcllroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku. Mcllroy vann sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Opna Bandaríska Meistaramótinu, en Nicklaus telur að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Írinn sigri hvert stórmótið á fætur öðrum. „Það má ekki afhenda honum verðlaunagripinn strax," sagði Nicklaus við BBC. „Hann er nýbúinn að vinna sitt fyrsta stórmót. Þegar hann hefur afrekað að vinna eitt, tvö eða jafnvel þrjú stórmót í viðbót þá er hægt að tala um hann sem sigurstranglegasta kylfinginn, en ekki strax". „Þangað til er Mcllroy aðeins einn af mörgum hæfileikaríkum kylfingum í heiminum". „Ég held aftur á móti að Mcllroy eigi eftir að sigra fleiri stórmót á ferlinum, hann er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði hinn 71 árs gamli Jack Nicklaus. Opna Breska Meistaramótið fer fram daganna 14.-17. júlí í næstu viku á Royal St George's vellinum, en þetta er í 13. skiptið sem mótið fer fram á þeim velli. Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Sigursælasti kylfingur allra tíma, Jack Nicklaus, telur að Rory Mcllroy þurfi að halda vel á spöðunum til þess að eiga möguleika á því að sigra Opna Breska Meistaramótið í golfi sem hefst í næstu viku. Mcllroy vann sitt fyrsta stórmót í síðasta mánuði þegar hann bar sigur úr býtum á Opna Bandaríska Meistaramótinu, en Nicklaus telur að það sé ekki hægt að ætlast til þess að Írinn sigri hvert stórmótið á fætur öðrum. „Það má ekki afhenda honum verðlaunagripinn strax," sagði Nicklaus við BBC. „Hann er nýbúinn að vinna sitt fyrsta stórmót. Þegar hann hefur afrekað að vinna eitt, tvö eða jafnvel þrjú stórmót í viðbót þá er hægt að tala um hann sem sigurstranglegasta kylfinginn, en ekki strax". „Þangað til er Mcllroy aðeins einn af mörgum hæfileikaríkum kylfingum í heiminum". „Ég held aftur á móti að Mcllroy eigi eftir að sigra fleiri stórmót á ferlinum, hann er gríðarlega hæfileikaríkur," sagði hinn 71 árs gamli Jack Nicklaus. Opna Breska Meistaramótið fer fram daganna 14.-17. júlí í næstu viku á Royal St George's vellinum, en þetta er í 13. skiptið sem mótið fer fram á þeim velli.
Golf Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið Handbolti Fleiri fréttir Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira