Frábær veiði í Breiðdalsá og Hrútafjarðará að fara í gang Karl Lúðvíksson skrifar 10. júlí 2011 12:23 Einn vænn hjá Birni Guðmundssyni af Skammadalsbreiðu Mynd af www.strengir.is Þrátt fyrir flóð þar sem 2-3 dagar nánast duttu út í veiði er laxveiðin núna fjórföld í Breiðdalsá miðað við sama tíma í fyrra eða komin strax í 75 laxa. Bara í gær komu 18 laxar og lax að hellast inn, aðallega stórlax en þó strax komnir smálaxar í bland sem lofar góðu. Stærstu fiskar eru um 88 cm og almennt er allur laxinn í gríðarlega góðum holdum, t.d. mældist lax í gær sem var 88 cm að lengd en ummálið var 47 cm! Veiðin er vel dreifð um ánna en þó hefur Tinna verið einna gjöfulust. Þar var eftir hádegi í dag sett í sex laxa sem allir fóru af, þar einn dreki sem fór eftir 45 min baráttu og er veiðimaðurinn og gædinn sáu laxinn loks eftir langa viðureign var sporðblaðkan eins og á skóflublað sögðu þeir. Eru þeir þó ýmsu vanir í Breiðdalsá, enda hefur þessi veiðimaður fengið þar nokkra í 20 punda klassanum undanfarin ár.Glímt við einn stóran í Hrútu í veiðistaðnum BálkMynd af www.strengir.isHrútafjarðará hefur gefið á milli 20-30 laxa og flesta væna. Vatnið er gott að sögn veiðimanna þar og ekki eru líkur á vatnsleysi þar í sumar eins og svo oft áður, enda snjóalög með eindæmum mikil eftir kalt vor. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði
Þrátt fyrir flóð þar sem 2-3 dagar nánast duttu út í veiði er laxveiðin núna fjórföld í Breiðdalsá miðað við sama tíma í fyrra eða komin strax í 75 laxa. Bara í gær komu 18 laxar og lax að hellast inn, aðallega stórlax en þó strax komnir smálaxar í bland sem lofar góðu. Stærstu fiskar eru um 88 cm og almennt er allur laxinn í gríðarlega góðum holdum, t.d. mældist lax í gær sem var 88 cm að lengd en ummálið var 47 cm! Veiðin er vel dreifð um ánna en þó hefur Tinna verið einna gjöfulust. Þar var eftir hádegi í dag sett í sex laxa sem allir fóru af, þar einn dreki sem fór eftir 45 min baráttu og er veiðimaðurinn og gædinn sáu laxinn loks eftir langa viðureign var sporðblaðkan eins og á skóflublað sögðu þeir. Eru þeir þó ýmsu vanir í Breiðdalsá, enda hefur þessi veiðimaður fengið þar nokkra í 20 punda klassanum undanfarin ár.Glímt við einn stóran í Hrútu í veiðistaðnum BálkMynd af www.strengir.isHrútafjarðará hefur gefið á milli 20-30 laxa og flesta væna. Vatnið er gott að sögn veiðimanna þar og ekki eru líkur á vatnsleysi þar í sumar eins og svo oft áður, enda snjóalög með eindæmum mikil eftir kalt vor. Birt með góðfúslegu leyfi Strengja
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Laxá á Ásum er besta á sumarsins Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Veiddi 3.2 kg bleikju í Hlíðarvatni Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Fyrsti laxinn er mættur í Kjósina Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði